Hárrétt hjá Þór

Gylfi er greinilega að taka stöðu gegn lántakendum með bankamafíunni. Og hann er umboðslaus í þokkabót. Almenningur kaus hann ekki og nú viljum við reka hann í hvelli. Afhverju að reka hann, nú hann er ekki að vinna fyrir okkur kjósendur heldur þrönga sérhagsmunaklíku fjármagnseigenda og kröfuhafa.
mbl.is Taka stöðu gegn almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er að skapast mjög alvarlegt ástand og ef fer fram sem horfir verður blóðug bylting fólksins gegn banka og fjórflokksmafíunni sem er að verja þá sem komu okkur í svartasta svaðið!

Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 23:28

2 identicon

SAMMÁLA !

Þór Saari í æðstu stjórn og svo fleiri hans líka .

Kristín (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sáttur við Þór Saari

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 01:45

4 identicon

Getur ráðherra talist hlutlaus og án hagsmunatengsla sem gegnt hefur störfum fyrir þær helstu stofnanir sem sváfu á verðinum í hruninu? Hefur Gylfi Magnússon einhverra hagsmuna að gæta? Það hefur alltaf snúist fyrir mér hvers vegna Gylfi var ráðinn til starfa sem viðskiptaráðherra vegna þeirra augljósu hagsmunatengsla sem hann hefur.

Gylfi Magnússon var:

Formaður viðskiptaskorar Háskóla Íslands 2000-2004

Forseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 2004-2007.

Formaður stjórnar sjóða á vegum Háskóla Íslands 2001–2009.

Hefur einnig sinnt ýmsum öðrum stjórnunarstörfum á vegum Háskóla Íslands.

Varaformaður stjórnar Kaupáss hf. 2000-2003.

Í stjórn Sjúkrahúsapóteksins 2001-2005.

Í stjórn Samtaka fjárfesta 2001-2007.

Í stjórn Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings 2001 - 2007

Í stjórn Kauphallar Íslands 2005 - 2009

Í stjórn Verðbréfaskráningar Íslands 2004-2006.

Formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins 2005-2009.

Í úthlutunarnefnd útflutningsverðlauna forseta Íslands 2005 og 2006.

Formaður stjórnar Málræktarsjóðs 2006–2009.

Varamaður í yfirfasteignamatsnefnd 2007-2009.


Stendur Gylfi í veginum fyrir aðgerðum í þágu skuldsettra heimila?

Lilja Mósesdóttir segir Viðskiptaráðherra hafa staðið í vegi fyrir aðgerðum í þágu skuldsettra heimila segir formaður viðskiptanefndar sem harmar aðgerðarleysi stjórnvalda. Hún segir að samfélagið muni loga í lögsóknum ef einstaklingar verði látnir um að greiða úr ágreiningi. Það muni seinka endurreisninni.Lilja Mósesdóttir er formaður viðskiptanefndar, efnahags og skattanefndar. Hún sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni á morgun að stjórnvöld yrðu að grípa til almennra aðgerða gegn skuldavanda íslenskra heimila. Dómar hæstaréttar í síðustu viku sýndu það. Hún segist óska þeim sem tóku þessi lán til hamingju með dómana en á sama tíma harmar hún aðgerðarleysi stjórnvalda sem hún segir að hafi staðið yfir í 18 mánuði með miklu hugarangri fyrir hlutaðeigandi. Lilja varar við því að ef einstaklingar verði látnir um um að leysa úr ágreiningi vegna myntkörfulánasamninga, verði Íslendingar á botni hagsveiflunnar í nokkur ár til viðbótar. Hér á landi muni allt loga í lögsóknum og endurreisnin dragast á langinn. Hún bendir á að Joseph Stieglitz og aðrir sérfræðingar hafi varað við því að forðast ætti að leysa skuldavanda heimilanna í gegnum dómstóla. Og hún gagnrýndi Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir aðgerðarleysi og sagði að hann hafi ekki síst staðið í vegi fyrir því að gripið yrði til almennra aðgerða til að taka á skuldavanda heimilanna. „Mér finnst hann þurfa að útskýra hvers vegna hann sér allt í einu ávinninginn af því að fólk fái leiðréttingu á þessari gengishækkun sem varð á skuldum, ávinning sem við vorum búin að margbenda á."

Hvað hefur breyst?

S.R (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband