12 þúsund milljónir!!!!!

Er ekki í lagi. Kostnaðaráætlun fyrir Sundabraut var 15 milljarðar og það þótti allt of dýrt. Vegagerðin hamaðist við að finna ódýrari lausnir. Við erum þar að tala um veg þar sem umferð per sólarhring er eins og á heilu ári í gegnum þessi göng.

Var það virkilega verjandi að eyða 12 milljörðum í þessi göng. Þetta er auðvitað frábært fyrir íbúana en fjandinn hafi það.

Örugglega heimskulegasta framkvæmd íslandssögunar og tel ég Hörpuna með. Og síðan fyrir þá sem eiga kannski eftir að verða pirraðir út af þessari færslu. Já ég veit um síldarævitýrið, mamma stóð á síldarplani á sigló. Ég er ættaður af Tröllaskaganum og á meira segja hlut i jörð inn í Fljótum. 


mbl.is Búið að opna Héðinsfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ertu ekki að gleyma uppruna þínum?

Hefur þú nokkru sinni hugsað út í það að á meða hér sunnan heiða er ekið á snjólausum götum hafa Norðlendingar ( og íbúar landsins vítt og breitt ) staðið í því að moka sig í gegnum margra metra háa snjóskafla? Þeir hafa brotist Á MILLI HÚSA í verstu veðrunum - kostnaðurinn við þetta allt og margt fleira hefur verið ótrúlegur -

Eyjamenn upplifðu það um daginn að vöruskorts var farið að gæta vegna truflana á ferðum Herjólfs - hann er þeirra þjóðvegur -

Flutningur nauðsynja út á land hefur oft raskast - það er bara ekkert talað um það -

Hvalfjarðargöngin eru þægindagöng og tíma og bensínsparandi göng - og þykja nauðsyn.

Þú ert ekki einn um að geta sagt að mamma þín hafi verið á plani á Siglufirði -það er bara ekki málið -

Málið er að fólk á svæðinu búi við sæmilegt öryggi þrátt fyrir mikið fannfergi ( sem mun þá hafa dregið úr á undanförnum árum ) .

Til hamingju með göngin -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.10.2010 kl. 09:48

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Blessaður Ólafur. Það er löngu hætt að snjóa þarna.

Ég er að benda á þá ömurlegu staðreynd að það hefur aldrei mátt fara i neinar almennilegar framkvæmdir í höfuðborgarsvæðinu. 

Ég óska frændum og frænkum til hamingju með göngin og ætla að nota þau um næstu helgi. 

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2010 kl. 09:57

3 identicon

Þetta er sama upphæð og var afskrifuð af Hörpunni.

Og gott fyrir þá sem vita um Síldarævintýrið- en vita ekki að án þess

værum við á öðrum stað í þróuninni. Og minnsti hlutinn af þeim peningum varð eftir á Siglufirði.

Málið er að á Íslandi öllu þarf ekki að bora nema tæpa 300 km til að tengja allar byggðir landsins.

Við eigum að gleðjast.

Gunnar Trausti (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband