Hefur einhver áhuga

Mér gæti bara ekki verið meira sama þótt að þessir bírokratar makki eitthvað saman í Brussel. Það er ekki séns að íslenska þjóðin samþykki samningin. Ekki einu sinni þótt að Breskir íhaldsmenn og hollenskir þjóðernissinnar samþykktu að snæða icesave samningsbullið saman og kyngja því vænum slurk að íslensku brennivíni.

Ég hef hingað til verið fylgjandi því að ganga í EU en sennilega er ég smitaður af JónValísku sem er auðvitað talsvert alvarlegur sjúkdómur. En ég lofa að leita mér lækninga og sennilega verð ég orðin gjótharður EU sinni þegar næsta sveifla gengur yfir þessa ráðvilltu þjóð. 


mbl.is Umsóknin tekin fyrir 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka komplímentið! – það er bara farið að kenna sjúkdóm við mig rétt eins og Mr Downs og Herr Alzheimer!

Annars með beztu kveðju,

Jón Valur Jensson, 15.6.2010 kl. 01:58

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekki vandamálið Jón Valur. En þú mátt þó eiga það að vera grjótharður á móti EU.

Sigurður Sigurðsson, 16.6.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband