17.6.2010 | 14:10
Hmmm hagvöxtur
Ég nennti ómögulega að hlusta á ræðuna. Reyndi í ca 30 sec en guð hvað þetta var leiðinlegt. Skipti í hvelli á aðra stöð. Geri samt ráð fyrir að hún hafi aðeins hælt ríkistjórninni fyrir vel unnin störf, allt væri á réttri leið og það væri búið að gera helling fyrir heimilin í landinu.
Síðan hefur auðvitað samstarfið við AGS borið ríkulegan ávöxt og innviðir þjóðfélagsins séu sterkir.
Æ hvers eigum við að gjalda. Ok við misstum okkur í flatskjánum eins og Bjöggi landsbanki skammaði okkur fyrir og við eigum alltof marga bíla. En er ekki komið nóg af refsingum að við þurfum ekki líka að hlusta á vælutónin í forsætisráðherra á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Hagvöxtur að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.