Nú þurfa þeir ekki að bíða lengur

Ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa til neinna sérstakra aðgerða. Drífa upp reiknistokkana og byrja að lækka höfuðstóla og leiðrétta strax.
mbl.is Senda ekki út innheimtuseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já og þó fyrr hafi verið!

Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eitt virðist ætla að gleymast í öllu fárinu, en það er sú fásinna að nú þegar stjórnendur fjármögnunarfyrirtækja hafa verið fundnir sekir um glæpi sem valdið hafa almenningi í landinu stórtjóni og jafnvel kostað mannslíf, þá skuli þeir enn sitja að störfum sínum. Í steininn með þá, en ekki hvað?

Ýmis hagsmunasamtök og heiðvirðir einstaklingar hafa verið að fletta ofan af og upplýsa um margvíslega misbresti á starfsemi þessara fyrirtækja, og beita þrýstingi á yfirvöld að gera eitthvað í málinu (eins og t.d. að einfaldlega loka þessum glæpahreiðrum með valdi). Viðbrögðin hafa verið bragðdauf hingað til, en einna sorglegust af hálfu Fjármálaeftirlitsins sem virðist hreinlega hafa vísvitandi leyft þessari skipulögðu glæpasterfsemi að viðgangast!

Ég heyrði af ungum manni fyrir norðan sem fór í síðustu viku á lögreglustöð bæjarins og vildi kæra fjármögnunarfyrirtæki fyrir vörslusviptingu án dómskurðar, sem hæstiréttur er búinn að dæma ólögmæta fyrir þónokkru síðan. Lögreglan neitað beinlínis að rannsaka málið, sem er lögbrot í sjálfu sér!

Hverskonar bananalýðveldi er það eiginlega, þar sem glæpamenn halda störfum sínum þegar heiðvirt fólk gengur atvinnulaust, á meðan lögreglan brýtur sjálf lög og verndar hina glæpamennina???!!!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband