22.6.2010 | 22:13
Vá hvað þetta er leiðinleg kona.
Það er einhvern vegin allt leiðinlegt. Skoðanir, málrómur (nei bara að grínast) En ég er bara alls ekki sammála henni um að það sé ekki svigrúm til að koma til móts við lántaka. Hvaða leyfi hafa fjármálastofnanir til að ganga sjálfala í veskjum landsmanna.
Við eigum okkur engan málsvara á hinu háa Alþingi. Við þessi sem réðum ykkur í vinnu og höfum í hendi okkar hvort að þið fáið aftur vinnu. Ekki gleyma Reykjavík og Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosninum kæru Alþingismenn. Við kjósendur erum breyttir og núna gleymum við ekki svo glatt. Það verða kannski aðrir kostir í stöðunni í næstu kosningum.
Ekki hægt að leiðrétta þjófnaðin né skila þýfinu. En við viljum fá bætur og þær viljum við fá strax.
Varar við of miklum væntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hvaða leyfi hafa fjármálastofnanir til að ganga sjálfala í veskjum landsmanna."
Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að lántakendurnir hafi ekki aðeins beðið um lánið heldur einnig undirgengist skilmálanna. Og að sömu lánveitendur hafi þurft að fjármagna sig í "alvöru" erlendri mynt á móti. Orðalagið að ganga sjálfala lýsir því bæði hroka og takmarkaðri þekkingu.
Haukur (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 22:53
Æ Haukur kanntu annan betri. Sennilega svekktur bankamaður með vonda samvisku.
Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 22:58
Haukur síðan hvenær hafa það verið eðlileg bankaviðskipti að vinna gegn hagsmunum viðskiptavina sinna. Lestu Rannsóknarskýrsluna.
Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 23:02
Haukur!
Hvaða vit er í því ef fjármálaráðherra ákveður að hækka verð á sígarettupakka þá skuli lán sem sumir (frekar margir) hjá húsnæðisstofnun snar-hækka?
Þetta er þvælan sem fólk vill fá leiðrétt og það er ekkert rangt við það.
Dante, 22.6.2010 kl. 23:43
Vil endilega koma því að, að líklega eru það mjög sterk erlend öfl sem flestu eða öllu ráða hér núna og mig grunar að ríkisstjórnin sé alfarið undir þeirra valdi.
Sagan sýnir okkur margt afar ljótt og ógeðfellt, ef við bara nennum að kynna okkur það!
Elínborg, 23.6.2010 kl. 02:07
Nr. 2 Takk fyrir málefnaleg svör. Nei, hef aldrei starfað i banka fyrir utan eitt sumarstarf á síðustu öld.
Nr. 3 Ég gengst við því að hafa ekki lesið rannsóknarskýrsluna alla, bara svona gluggað. Hins vegar er eðlilegt að sá sem lánar í erlendri mynt en gerir upp í ISK brúki gengisvarnir. Þ.e. fjarmagni sig í erlendri mynt (selja ISK kaupa EUR eða $) Annars fer hann á hausinn ef krónan veikist. Sá sem tekur lán í erlendri mynt til að fjármagna neysla eða kaup innanlands er að taka stöðu með krónunni. Þetta er eins og veðmál. Ef einhver veðjar á krónuna þarf einhver annar að veðja á móti. Ef það hefði ekki verið íslenskur banki, þá hefði það bara verið erlendur banki í staðinn. Peningar, sjáið þið til, sérstaklega erlenduru gjaldeyrir, sprettur nefnilega ekki á trjáunum.
Nr. 4 Þeir sem horfðu upp á ellilífeyri sinn og annað sparifé brenna upp á 8. og 9. áratugnum geta sagt þér af hverju það er verðtrygging í gangi á Íslandi. Ef að sparifjáreigendur (landsmenn) hafa litla sem enga tryggingu fyrir því að sparifé þeirra rýrni ekki, þá einfaldlega spara þeir ekki, heldur kaupa allt sem hönd á festir (aðallegas steinsteypu á áðurnefndu tímabili) í þeirri von að hún haldi þó verðgildi sínu. Gleymum því heldur ekki að verðtryggð útlán hafa síðustu árin verið ódýrari en þau óverðtryggðu, sem þýðir að Íslendingar hafa verið betur settir með verðtryggð lán en óverðtryggð lán. Á móti má auðvitað segja að með verðtryggingunni hafi stjórnvöldum leyfst agaleysi í peningamálastjórn sem hún annars hefði ekki komist upp með, og því sé verðbólgan í raun meiri en ella. En gleymum því ekki að nánast engir voru tilbúnir að taka óverðtryggð húsnæðislán bankanna þegar þau voru boðin samhliða þeim verðtryggðu og gengistryggðu, hvað segir það okkur? Það segir okkur að vaxtastigið á Íslandi er hátt vegna mikillar verðbólgu og agaleysis og vextir lækka nú ekkert þó að verðtryggingin verður afnumin.
Haukur (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 07:45
Haukur gjaldeyrisvarnir eru eðlilegar en þegar lánveitandi verður uppvís að því að taka stöðu gegn krónunni þá á hann ekkert gott skilið.
Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 09:15
Margir atgeirar beinast að Hauki og hér er einn til viðbótar: Finnst verðtryggingin er svona rosalega æðisleg af hverju erum við eina þjóðin í heiminum (e.t.v. fyrir utan Brasilíu) sem erum með þetta fyrirbæri sem þú dásamar svo mjög? Það er mitt álit að verðtrygging lána er að éta upp verðmæti fasteigna landsmanna sem borga aldrei lánin sín niður. Fólk sem tók 40 ára verðtryggt lán fyrir fasteignakaupum er að greiða vexti og verðtryggingu í 25 ár áður en það BYRJAR að greiða inn á höfuðstól lánsins. Finnst þér þetta eðlilegt? Er það þjóðhagslega hagkvæmt að hafa stóran hluta landsmanna í skuldaklyfjum í áratugi? Örvar það hagvöxt? Ég er alveg viss um að fæstir lántakendur gerðu sér í raun og veru grein fyrir þessu enda s.k. fjármálalæsi á Íslandi ekkert. Fyrir flesta þýðir þetta að lánin greiðast aldrei upp. Lánastofnunin er hins vegar með bæði axlabönd og belti. Svo þegar hætta er á að lánastofanir missi axlaböndin eins og við dóma hæstaréttar um gengistryggðu lánin hrópa ráðherrar upp fyrir sig, sérstaklega Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra og sérlegur erindreki fjármagnseigenda og finnst það hróplega ósanngjarnt að lánin séu ekki verðtryggð m.v. hitt og þetta svo skuldarar gengislánanna þurfi örugglega að borga meira af þessum ólöglegu lánum. Það er í fyrsta skipti sem virðulegum ráðherra finnst eitthvað ósanngjarnt í öllum þessum skuldamálum landsmanna. Það er gott fyrir bankana að eiga svona ráðherra sem sinn talsmann en dapurlegt fyrir almenning. Ég er ekki vanur að hrósa samfylkingarmönnum en t.d. Helgi Hjörvar er farinn að sjá ljósið í þessum málum.
Guðmundur St Ragnarsson, 23.6.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.