23.6.2010 | 10:52
Þá er það byrjað
Jæja þá byrjar það. Fyrirtæki fara úr landi og við sitjum berrössuð á klakanum. Þetta er allt í boði arfavitlausar skattastefnu VG sem á þá ósk heitasta að við förum í öll í fjallgrösin.
Hvenær losnar kyrkingartak kommanna af atvinnustarfsemi á íslandi. Enda var svo sem ekki von á öðru þegar Austur þýskir puttar eru komnir í fjármálaráðuneytið.
Forstjóraskipti hjá Actavis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já því miður er þetta bara byrjunin á flótta fyrirtækja frá landinu. Það sem gjörsamlega vantar í fréttina er hversu mikið ríkið tapar í skatttekjum af því að höfuðstöðvar félagins verði ekki lengur á Íslandi.
Fróðlegt er að sjá hvað Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur Joð telja að hægt sé að ná í skatttekjum af "fjallagrasatínslu" og hvort að sú tekjuáætlun nái að dekka varanlega tapaðar framtíðar skatttekjur af stórfyrirtækjum eins og Actavis.
Með áframhaldandi skattastefnu VG þá verður þess ekki langt að bíða að allar tekjur yfir lágmarkslaunum verði taldar til hátekna og skattlagðar sem slíkar, því í ríki þessarar norrænu velferðarstjórnar má enginn þéna og ekkert einkaframtal blómstra. Allt skal ríkisvætt og skattlagt upp í rjáfur.
Með nýjustu reglugerð sinni tókst umhverfisráðherra sennilega að kæfa í fæðingu mögulega rafvæðingu bíla því vegna hinna arfavitlausu viðmiða hennar þá mun raforkuverð rjúka upp hér á landi og gera samanburð við aðra orkugjafa óhagstæðan. Þannig virðist núverandi ríkisstjórn takast að gera allt öfugt við það sem gera þarf.
Jón Óskarsson, 23.6.2010 kl. 11:19
Er þetta fyrirtæki ekki á borði í einhverri skilanefnd... er ekki stórt lán með Ríkisábyrgð á þessu fyrirtæki gefið út af núverandi Fjármálaráðherra ekki alls fyrir löngu spyr ég, mig minnir þetta... Það er ekki að ræða að þetta fyrirtæki fari úr landi eins og staðan er í fjármálum gagnvart okkur Íslendingum hjá Björgúlfi T.Björgúlfs. segi ég.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.6.2010 kl. 11:38
Actavis er í eigu þýsks banka.
Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.