Þjóðernissinni ???

Nú er ég pínu móðgaður og kanski pínu montinn. Ég hef verið sakaður um að vera þjóðernissinni. Gott og vel stundum fær maður það óþvegið og sennilega hef ég átt það fullkomlega skilið. Hef verið dulítið herskár hérna. En ég fæ ekki séð að það muni nokkur sómakær íslendingur samþykkja aðild að ESB þar sem búið er að þvinga inn skilmálum um icesave.

Ekki það að ég vorkenni ekki því fólki sem tapaði peningum á LÍ en mér rennur samt ekki blóðið til skyldunnar að draga fram galtómt veskið til endurgreiða þjóðríkum þess sem tapaði. 

Ég er dæmigerður íslendingur sem sveiflast fram og til baka í stuðningi og vilja til að taka upp alvöru gjaldeyri í stað þessarar handónýtu krónu, 

Stundum vil ég ganga inn og stundum ekki. 

Ég skal gangast við því að vera þjóðernissinni er það felur i sér að vilja þessu landi allt hið besta. Að fólkinu í landinu óháð því hvenær það flutti hingað gangi sem best. Hvort sem það eru afkomendur Ingó með öndvegissúlurnar eða einhverjir sem fluttu rúmlega eitt þúsund árum seinna. 

Ekkert er neinni þjóð hollara en að fá inn fjölbreytileika annara menningarheima. 

Þannig að Guðbjörn ef þú lest þetta þá er klár í slaginn í nýjan öfgalausan hægriflokk Count me in. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband