Klúður og fúsk

Það má segja margt um íslenska bankamenn en þetta er klúður og fúsk hjá stjórnvöldum. Annað hvort vissu Steingrímur og Gylfi ekki betur og tóku séns á því að þessi lán væru lögleg eða þeir krossuðu putta og vonuðu það besta.

Vonuðu að Hæstiréttur dæmdi fjármálafyrirtækjum í hag. Enda kemur það bersýnilega í ljós núna þegar dómur er fallinn að engin er undirbúin eða með plan B. Vælið í bankaliðinu heyrist langar leiði. Við getum ekki haldið áfram að stela eigum landsmanna. Við töpum peningum. En vitið hvað öllum skítsama um þetta auma lið. 

Panik ástand ríkir og AGS er plottar á bak við tjöldin. Edda Rós starfsmaður AGS vinnur ötullega að því að stinga landa sína í bakið á sama hátt og þegar hún stýrði geggjunardeild Landsbankans. 

Það var búið að vara stjórnvöld við en þau létu sem þau heyrðu ekki viðvaranir. 

Gylfi er búin að sýna sitt rétta andlit. 

Pétur Blöndal er dæmi um pólitíkus með langtímaminni í lamasessi. Sat á þingi þegar þessi lög voru samþykkt en heldur áfram að blaðra um að hann hafi varað við þessum lánum aðþví þau væru svo áhættusöm. Afhverju lét hann ekki lántaka vita að þau væru ólögleg. Hann samþykkti lög þar að lútandi. 

Við þykjumst lifa í réttarríki þar sem við höfum þrískiptingu valdsins. Dómsvaldið hefur kveðið úr um lögmæti gengistryggingar. Pólitíkusar kjörnir eða ráðnir eiga ekkert með það að vera gefa dómstólum fyrirmæli eða vera að óska eftir niðurstöðu. Það er í hæsta máta óeðlilegt. 

Alveg eins og það er óeðlilegt að taka stöðu með fjármálafyrirtækjum gegn almenningi. 

 

Sendum AGS heim og lokum bankaræningjana inni. 

 


mbl.is Afsláttur af eignum dugar ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband