7.7.2010 | 10:45
Allir vinna en sumir meira en aðrir
En það ber að lofa það sem er verið að reyna að gera. Þetta er gott framtak hjá aðilum vinnumarkaðsins og Steinki og Jóka fá að fljóta með. Get ekki ímyndað mér að frumkvæðið komi frá þeim.
Ef á að koma okkur upp úr kreppunni verður starta neyslunni. Það gerist ekki nema með samræmdum aðgerðum og hætta þessu andsk. væli.
![]() |
Hvatt til framkvæmda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lækka skatta....
Fella tímabundið niður VSK á nýja bíla
Lækka áfengi...
osfrv....
Óskar Guðmundsson, 7.7.2010 kl. 11:20
Ef einkaneyslan er það sem kemur okkur úr kreppunni, væri þá ekki meira vit í að hækka atvinnuleysisbætur og persónuafslátt. Fólk á bótum og lágtekjufólk eru mun líklegri í að koma peningunum aftur í umferð, borga reikninga o.s.frv. Þeir sem gagnast mest á skattalækkunum er einmitt það fólk sem er ekki í fjárhagsvandamálum. Þeir myndu einungis koma aukatekjunum fyrir á bankareikningnum, sem gagnast hagkerfinu ekki mikið.
Gunnar Eyþórsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 11:47
Það væri líka sögulegt fyrirbæri ef aukin drykkja leysti vandann :)
Gunnar Eyþórsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 11:49
Skál !!!!
Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 12:22
Hækkandi áfengisverð leysir ekki neitt.
Kommarnir í USSR komust að þeim sannleika fyrir lööööngu síðan.Með því að halda áfengisverði niðri nennir alþýðan ekki að mótmæla.
Áfengisneyslu íslendinga hefur ALDREI verið stýrt með verði einkasölunnar. Það eina sem það gerir er aukin eftirspurn eftir öðrum vímugjöfum, t.d. Mariuana sem menn sjá nokkuð vel núna að hefur 10-faldast á sama tíma og áfengi hefur hækkað um 75% (á n.b. 2og1/2 ári) bruggun og smygli á harðari efnum, sem nú er auðveldara og ódýrara að útvega sér en kippu af öli.
Jóhrannar hefur líka lýst því yfir að það sé allt í lagi með bæturnar.... trúið þið henni ekki???
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.