9.7.2010 | 14:32
Hver borgar svo sektina á endanum
Stjórnvaldssektir eru örlítið merkilegar. Fyrirtæki er gert að greiða 400 millur sem geta aldrei komið frá neinum öðrum en viðskiptavinum viðkomandi fyrirtækis.
Leiðir þetta ekki af sér hærri kostnað fyrir neytendur.
Viðurkenna ólöglegt samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tæknivörur sem heildsala á endabúnaði geta illa komið þessari hækkun yfir á neytendur nema að hækka verð sitt á GSM símum og aukahlutum fyrir GSM síma til sinna viðskiptavina sem eru símafélögin og raftækjabúðir.
400 milljónir er ekki að finna þar þannig að vonandi eiga þeir einhverja sjóði.
Gunnar J (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 14:37
Leigubílstjóri var sektaður um 100 þkr. fyrir hraðakstur. Hann leggur þetta á farþega sína. Betra hefði verið að sekta ekki leigubílstjórann. (???)
Maggi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:09
Maggi, þetta er rétt hjá þér. En ég var að velta fyrir mér er einhver aðili sem passar neytendur og að fyrirtækin velti þessu ekki út í verðlagið.
Sigurður Sigurðsson, 9.7.2010 kl. 16:14
Það er ekki fyrirtækið sem fremur glæpinn. Það eru stjórnendurnir og þeim ber að refsa. Það að refsa viðskiptavium fyrirtækisins er alrangt og þessi stefna eftirlitsins arfavitlaus.
K.H.S., 11.7.2010 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.