Óþolandi afskipti VG

Það virðist sem allt sem VG kemur nálægt klúrðist. Núna eru þau á góðri leið með að rústa framhaldsskólakerfinu.

Ef viðkomandi er búsettur í Grafarvogi ætlar sér í iðnnám þá er um að ræða málmsmíði eða bifvélavirkjun. 

Sonur minn sóttist eftir því að komast á rafiðnarbraut i Tækniskólanum en endaði í Borgó. Líður fyrir það að búa í Grafarvogi. 

Er verið að stefna að því að búa til stéttaskiptingu eftir hverfum í borginni.  Málmiðnaðarmenn í Grafarvog. 

Arfavitlaus stefna. 


mbl.is Nían nægði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki Þorgerður Katrín sem afnám samræmduprófin?

Biggi (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:13

2 identicon

jújú mikið rétt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afnám það. 

En þeir komu með nýju 45% regluna, yrðu að vera úr hverfinu

berglind (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:18

3 identicon

Það eru óþolandi svona kvótar, hvort sem þeir heita hverfakvótar eða kynjakvótar eða hvað. Alltaf er sagt að þetta eigi einhvern veginn í ósköpunum að auka sanngirni en gerir hið þveröfuga.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:54

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Afnám samræmdu prófanna var jafnvel enn alvarlegri mistök en þessar nýju reglur. Því miður hefur engum stjórnmálaflokki verið treystandi fyrir menntamálum undanfarin ár.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2010 kl. 13:15

5 identicon

Já rétt er það hjá ykkur.  Feministarnir í Vinstri-grænum og Samfylkingu eru að rústa menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og kjarnafjölskyldunni.

Fáfnisbani (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 17:58

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Samræmd próf eru ofmetin og koma þessu nánast ekkert við. Til að gera sér grein fyrir þessu samræmda prófa rugli verður fólk að eiga að minnsta kosti eitt lesblint barn. Þá fyrst kemst maður að því hverskonar skrýmsli kerfið er.

Ég hjólaði í kerfið út af samræmdum prófum í 7 bekk fyrir nokkrum árum. Það merkilega við kerfið er að þar er engin til þess að svara fyrir óréttlæti. En tókst á endanum að berja í gegn breytingar í lestarskilningshluta samræmds íslenskuprófs.

Það er hægt að sigra kerfið ef maður er nóg andskoti þrjóskur. 

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 18:20

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hættu að kenna vinstrimönnum um allt sem miður fer í menntakerfinu. Það hefur verið á niðurleið í mörg ár. Bróðursonur minn lenti t.d. í því tvisvar sinnum að þurfa að skipta um nám því að það var lagt niður á Akureyri - í tíð hægri manna. Honum stóð til boða að flytja til Reykjavíkur til að klára námið eða skipta um braut og læra eitthvað annað. Og þetta var á framhaldsskólastigi, ekki háskólastigi. Talið var óhagstætt að bjóða upp á þetta nám utan Reykjavíkur. Og við erum ekki að tala um eitthvað sjaldgæft nám heldur nám eins og vélstjórn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.7.2010 kl. 16:00

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er bara svo gaman að kenna þeim um. Enda verður vinstrið svo fúlt þegar því er kennt um.

Sigurður Sigurðsson, 15.7.2010 kl. 16:02

9 identicon

Fáfnisbani:

 Hvað með þá nemendur sem að eru ekki lesblindir? Jú, ég get auðvitað verið sammála því að samræmdu prófin geta verið ósanngjörn þeim með námsörðugleika en er þá málið að afnema þau? Væri ekki réttara að bjóða upp á sérstök próf, eða þann möguleika að taka þau í einkastofu með kennara yfir sér? Eða einhvers konar hjálpargögn?

Fífó (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband