15.7.2010 | 17:35
Alltaf að tapa eða þannig
Veit ekki hvað skal halda. Verðmæti fasteigna lækkar en það hefur reyndar áhrif á verðbólguna þannig að lánin hækka eins mikið. Vá hvað þetta er asnaleg færsla.
En verður maður ekki að sjá björtu hliðarnar líka.
Stórundarlegt að hafa fasteignaverð inn í neysluvísitölu. Engum nema veruleikafirrtum hagfræðingum gæti dottið það í hug.
Ég sé ekki fasteignir beint fyrir mér sem neysluvöru. Heyrðu elskan ég ætla að skreppa í Bónus vantar eitthvað. Já gríptu með þér eina þriggja herbergja íbúð í vesturbænum í leiðinni.
![]() |
Fasteignaverð lækkaði í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svipad og auglýsingin: JÖFUR!!! THEGAR THÚ KAUPIR BÍL. (átti kannski vid thegar allt var brjálad og allir gátu fengid lán eins og their vildu)
Ég spái algeru verdhruni á fasteignum. Thetta er bara rétt ad byrja.
Groddi (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.