16.7.2010 | 08:58
Láglauna auðmaður
Útrásarvíkingarnir hefðu betur tekið þennan mann til fyrirmyndar.
Fyrirmyndar auðmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2010 | 08:58
Útrásarvíkingarnir hefðu betur tekið þennan mann til fyrirmyndar.
Fyrirmyndar auðmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru allir flottir í efstu 3 sætunum, Slim, Gates og Buffet. Buffet ætlar að gefa 99% af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Hann hefur oft og iðulega talað um óþarfa pening og hvernig þú hættir að eignast hluti og hlutirnir fara að eignast þig. En jafnvel með 1% eftir, þá verður hann með um 600 milljónir dala á milli handana.
Freyr Bergsteinsson, 16.7.2010 kl. 09:22
Það er ástæða fyrir því að þessir menn séu ríkir. Þeir einfaldlega kunna að fara með peningana. Þess má geta að hinn dæmigerði bandaríski miljónamæringur (í dollurum talið) keyrir ekki um á nýjum bíl og býr í húsi sem er í lægri klassa en hann hefur efni á. Margir Íslendingar gera akkúrat þver öfugt (og eru oft á hausnum).
Ólafur Guðmundsson, 16.7.2010 kl. 09:34
Það eru líka fleiri á listanum sem eru naumhyggjumenn. Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, keyrir um á gömlum Volvo og notar almenningssamgöngur (strætó) mikið. Hann var þriðji ríkasti fyrir tveimur árum síðan.
Það er hægt að læra margt af þessum mönnum.
Ólafur Guðmundsson, 16.7.2010 kl. 09:41
Buffet ætlar að skila 1% eftir handa börnunum sínum.
karl (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 10:00
"Útrásarvíkingarnir hefðu betur tekið þennan mann til fyrirmyndar."
Þeir hafa eflaust gert það. Carlos Slim varð ríkur á að kaupa ríkisrekin fyrirtæki fyrir spottprís, gegnum einkavinavæðingu, einokaði síðan símamarkaðinn og selja símaþjónustu á uppsprengdu verði í skjóli einokunar. Hann er hataður af mexíkönum fyrir að hafa svindlað á fátækum löndum sínum fyrir eigin hagnað. Góð fyrirmynd fyrir Jón Ásgeir og útrásarhyskið.
Vendetta, 16.7.2010 kl. 18:31
djöss dónaskapur er þetta Vandetta, við erum íslendingar og við erum með yfirlýsingar án þess að grafast fyrir um hvernig í pottinn er búið !!
hættu að stunda gáfulegar einfaldar fljótgerðar rannsóknir á hlutunum áður en þú segir eitthvað, og trúðu bara því sem fjölmiðlar segja !!
dísus.
Egill, 17.7.2010 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.