22.7.2010 | 08:45
Síðan hvenær varð ÁTVR siðgæðisvörður
Fáranlegt. Á hvaða grundvelli geta stjórnendur leyft sér að hafa skoðun á þessu.
Talandi um undarlega stefnu þessa fyrirtækis í staðsetningu vinbúða. Grafarvogur er eitt stærsta hverfi Reykjavíkur en þar ákvað Vínbúðin að loka verslun sinni. Síðan hafa þeir verið troða búðum inn í iðnaðarhverfi.
Það á að leggja þetta batterí niður í hvelli og treysta einstaklingum að reka vínbúðir. Bjór og léttvín í matvörubúðir og hætta þessu rugli með rekstur ríkisins á neytendamarkaði.
Umbúðirnar þóttu of djarfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það gengur ekki fyrir stjórnvöld. Þá fyrst kemst vínmenningin á skynsamlegt plan.
Elvar (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 09:09
Þetta er ágætis drykkur og sömuleiðis eru hinar tempt bragðtegundirnar ágætar.
Davíð (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 09:13
Alveg óskiljanlegt... það mætti halda að ofurkrissi sé við völd hjá ÁTVR, já, það hlýtur bara að vera
doctore (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 09:37
....síðan Vg komst að í stjórninni er mjög líklegt svar.
Guðmundur Björn, 22.7.2010 kl. 09:55
Grafarvogur er fjölmennasta hverfi Íslands hvorki meira né minna og það kom mér ótrúlega á óvart að ÁTVR hafi lokað vínbúðinni þar. Það þarf að endurskoða þetta ríkisbákn frá grunni og hleypa að einkareknum vínbúðum og lofa sölu á víni í kjörbúðum, það er árið 2010 í dag ekki 1910.
Sævar Einarsson, 22.7.2010 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.