Nýr banki.

Ef stofnaður verður nýr banki eins og Ingólfur hjá Sparnaði er að vinna að þá verð ég fyrstur manna að flytja öll mín viðskipti þangað.

Mér hugnast ekki að vera í viðskiptum við stóran sparibauk eins og Aríon banka. Banka sem hefur ekki minnsta áhuga á því að koma að uppbyggingu atvinnulífs á íslandi. Aríon banki þar sem eignarhaldið er óljóst og hefur ekki neina skýra stefnu til framtíðar aðra en þá að svíða landsmenn til að geta greitt einhverjum óskilgreindum kröfuhöfum. 

Sama gildir með Íslandsbanka þar sem kúlulánadrottningin sem týndi láninu ræður ríkjum. Öll vinnubrögð þeirra lykta af spillingu og græðgi. 

Landsbankinn, ég get varla skrifað þetta nafn mér verður svo bumbult. 

Ef stofnaður verður nýr banki þá eigum við að fylkja okkur um hann og gefa gömlu glæpabönkunum frí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband