24.7.2010 | 10:55
Hver er afstaða VG eiginlega
VG er á móti en samt ekki því þau samþykktu aðildarviðræður. Hvernig á maður að skilja þetta.
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hvað er í gangi þarna.
Auðvitað geta rúmast margar skoðanir í sama flokknum en gæti einhver rifjað upp flokkssamþykktir, þær hljóta að vera til.
Eru flokkssamþykktir ekki það sem gera má ráð þingflokkurinn fari eftir í sínu starfi. Eða er það bara þannig að samviska þingmanna eigi að ráða.
Til hvers er þá fólk að ganga einhverju stjórnmálaafli á hönd ef það er ekki sannfært um stefnumál viðkomandi flokks.
Ég nenni ekki einu sinni að ræða samþykkt síðasta landsfunds Sjalla. Sorgleg einangrunarniðurstaða í boði LÍÚ sem getur ekki einu sinni notað íslenskar krónur í sínum uppgjörum.
Afstaða VG til ESB óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert annað en STÓLLINN maður lifandi og VALDIÐ...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.7.2010 kl. 11:04
Stóllinn er góður og hlýr. Mikið rétt Ingibjörg.
Sigurður Sigurðsson, 24.7.2010 kl. 11:13
Þegar tveir flokkar fara í samstarf þá þarf að mæta á miðri leið. Samfylkingin fékk ESB og VG fékk eitthvað sem þeim finnst þeirra hjartnas mál einsog að banna ljósabekki, stripp og mellukaup.
Það voru margir úr VG sem sögðust vera á móti aðild en stiðja það að fá samning og láta þjóðina ráða. Það er ekkert að því.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.