Er ESB umsóknin að deyja drottni sínum

Það sér það hver sem vill að stuðningur er í algjöru lágmarki. Þjóðin hefur ekki nokkurn minnsta áhuga á þessu ferli meðan fréttir berast af samtvinningu Icesave við samningaferlið.

Ég tel reyndar að okkur væri betur borgið innan sambandsins en utan. Ekki nein sérstök ástæða önnur en sú að kannski væri hægt að koma böndum á handónýta stjórnsýslu. 

Hugsanlega hægt að fá almennilegan gjaldmiðil í framtíðinni. Þá væri ekki hægt að rýra kjör almennings með gengisfikti og handónýtri hagstjórn sem við höfum þurft að búa við í boði fjórflokksins. 


mbl.is Ummæli Össurar koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Koma böndum á handónýta stjórnsýslu segirðu. Ég held að með inngöngu í Evrópusambandið værum við að fara úr öskunni í eldinn í þeim efnum eins og svo mörgum öðrum. Þannig hefur sambandið sjálft t.a.m. ekki fengið bókhaldið sitt samþykkt af endurskoðendum sínum í 14 ár samfellt. Ef Evrópusambandið væri fyrirtæki væru stjórnendur þess fyrir löngu komnir á bak við lá og slá.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.7.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hjörtur ertu þá á þeirri skoðun að lengi geti vont versnað.

Sigurður Sigurðsson, 24.7.2010 kl. 14:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki óstjórnin hér einmitt vegn þess að öll áhersla hefur verið á ESB frá því að stjórnin tók við og allt látið reka á reiðnum fyrir vikið.  Að ógleymri þeirri staðreynd að undir lægjn í Icesave og AGS beint úr þessu trúboði sprottin.

Gengisfikt og hanónýt hagstjórn segir þú. Hefurðu fylgst með evrunni unanfarna 6 mán? Krónan er að bjarga okkur út úr kreppunni vinur og ekkert annað.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2010 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband