Nema Ísland.

Merkileg niðurstaða. Ríki bera ekki ábyrgð á innistæðum umfram getu innistæðutryggingasjóða nema í tilfelli íslands.

Alltaf að koma í ljós betur og betur hvers konar klúður þessi neyðarlög voru. Við almennir skattborgarar fáum að súpa seiðið af því að hafa hysjað upp brækurnar um sparifjáreigendur. Sparifjáreigendur sem ekki mega heyra á það minnst að leiðrétta skuldir lántaka. 


mbl.is Bera ekki ábyrgð á innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að neyðarlögin séu nánast það eins rétta sem gert hefur verið í hruninu. Þú áttar þig vonandi á því að þeim var ekki ætlað að hysja brækurnar upp um sparifjáreigendur (þótt þeir tvímælalaust fái að fljóta með). Hver hefði greitt þér laun ef neyðarlögin hefði ekki komið til? Hvað hefði orðið um lífeyrissjóðinn þinn? Án neyðarlagana hefði hagkerfi Íslands einfaldlega verið núllstillt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Björn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 17:02

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

AHA spældur sparifjáreigandi strax mættur.

Sigurður Sigurðsson, 28.7.2010 kl. 17:12

3 identicon

Þú ert furðulegur! Ég lagði fyrir þig tvær spurningar tengt málinu og þú svarar hvorugri. Það eru ennþá til launþegar sem þurfa að fá launin sín til að standa við sínar skuldbindingar og það eru enn til fyrirtæki sem þurfa að gera slíkt hið sama.

Björn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 17:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Buxurnar voru ekki hysjaðar upp um sparifjáreigendur með neyðarlögunum, þau kveða ekki á um neina ríkisábyrgð á innstæðum. Í rauninn þá er engin slík skuldbinding að lögum fyrir hendi af hálfu ríkisins, aðeins marklausar yfirlýsingar þar að lútandi. Fjárfestum var hinsvegar gert hátt undir höfði með inngreiðslum í peningamarkaðssjóði, þrátt fyrir að engum bæri skylda til þess.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2010 kl. 19:24

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvaða hvaða geðvonska er þetta Björn. Er ekki staðreynd að ríkið ábyrgist allar innistæður í fjármálastofnunum á íslandi. Það er talverður munur á því og lögbundinni innistæðutryggingu. Ég nenni ekki að munnhöggvast við menn sem sjá ekki ósanngirnina í þjóðfélaginu. 

Vissulega var það undarlegt að tryggja peningamarkaðsjóði Guðmundur en því verður ekki neitað að ríkið þurfti að leggja bönkunum til meira fé en ella vegna þessarar marklausu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. 

Sigurður Sigurðsson, 28.7.2010 kl. 22:38

6 identicon

Sparifjáreigandi telst m.a. einnig sá sem á venjulegan bankareikning, sem við flest öll eigum.  Þó ég láglaunamaðurinn eigi ekki stofnfjárreikning, hlutabréf o.þ.h. þá á ég minn launareikning og nær tóman sparnaðarreikning.  Ég er fegin að mér og mínum örfáu krónum var bjargað.  En ég skulda enn íbúðarlánin mín.

Það gleymist ansi oft í þessari innistæðutryggingarsögu að Bretar t.d. greiddu öllum sínum þegnum fullar bætur.  Icesavekrafan er frá breskum stjórnvöldum en ekki breskum sparifjáreigendum.  Svo hitt að annar af stjórnarflokkunum sem sátu við völd þegar þessi neyðarlög voru sett, er enn við völd.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:17

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jóhannes, ef ríkið hefði ábyrgst rúmlega 20 þús EUR á hvern reiking þá hefðu langflestir sparifjáreigendur fengið sitt. Það væru þeir ofurríku sem hefðu tapað verulega og mér er bara skítsama um þá.

Sigurður Sigurðsson, 28.7.2010 kl. 23:22

8 identicon

Hárrétt Guðmundur okkur er alltof tamt að setja samasem merki á milli neyðarlagana og meintrar ríkisábyrgðar á innistæðum. Ríkið hefur aldrei veitt ríkisábyrgð á þessum innistæðum. Neyðarlögin snúa fyrst og fremst að heimild ríkisins til að leggja fram fjármagn til að stofna eða yfirtaka fjármálafyrirtæki.

Ríkið greiddi aldrei neitt fyrir innistæðurnar heldur flutti eignir (eignir og útlán) og skuldir (innistæður) frá þrotabúunum yfir í nýtt félag og lagði því til nýtt eigið fé (sem tapast í raun ekki nema mikið ójafnvægi hafi verið á eignum og skuldum eða ef nýja fjármálastofnunin er rekin með miklu tapi og étur upp eiginfjárframlagið). Með öðrum orðum þá keypti t.d. Nýji Landsbankinn sumar eignir og útlán gamla Landsbankans og borgaði fyrir m.a. með því að taka yfir innistæður á innlendum reikningum (þetta er það sem kallað hefur verið "breyting á forgangsröðun krafna" þar sem valdar kröfur og skuldbindingar voru fluttar).

Hægt er að rekja ferlið hér:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008125.html ("Neyðarlögin")

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002161.html (100 gr. a)

http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5718 (Skipun skilanefndar)

http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5677 (Ráðstöfun eigna)

Sigurður: Ég er hinn rólegasti (furðulegheit þín eru fyrst og fremst að þú dæmdir án þekkingar). Ég er búinn að taka undir með Guðmundi varðandi meinta ríkisábyrgð. Þeirri aðferð sem beitt er við þetta ferli allt saman kom einmitt öllum til góða, líka lántakendum. Þess vegna segi ég að þetta er það eina rétta sem gert hefur verið í hruninu og er þá einmitt að taka undir með þér að fátt gott hefur verið gert síðan m.a. til að leiðrétta forsendubrest vegna ýmissa lánaforma. Þú átt samt enn eftir að svara spurningunum um hver hefði átt að greiða þér laun og lífeyri í ellinni ;-)

Björn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband