7.8.2010 | 10:56
Eftirsjá af Runólfi.
Ég hefði viljað sjá Runólf móta þetta embætti. Hans styrkur felst í því að koma stofnunum á koppinn og móta starfið. Ég hef enga trú á því að þessi kona frá Ráðgjafastofunni hafi þann kraft til að bera til verksins.
Runólfur lýsti því yfir að það yrðu engin vetlingatök á bankakerfinu og samstundis var lekið út frá bankakerfinu upplýsingum um fjármál og skuldastöðu hans þrátt fyrir margrómaða bankaleynd. Stundum má upplýsa um skuldastöðu einstaklinga en stundum ríkir bankaleynd. Sýnir í raun hversu ómerkilegt þetta lið er í bankageiranum.
Ég er þess fullviss að þetta embætti umboðsmanns skuldara mun hvorki verða fugl né fiskur og koðna niður í meðförum Ástu Sigrúnar Helgadóttur.
Afþakkar laun í uppsagnarfresti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.