7.8.2010 | 11:16
Í nafni trúarinnar.
Er engin endi á mannvonskunni í þessum heimi. Hryðjuverkum í nafni trúarbragða ætlar seint að linna. Í sannleika sagt þá fyrirlít ég öll trúarbrögð jafnt en mér er sýnu verst við öfgasinnaða múslima sem réttlæta verknaði sína með undarlegum túlkunum á kóraninum.
Ógeðfeld frétt eins og svo margar fréttir þar sem öfgafull trúarbrög koma við sögu.
Tek það fram að ég er guðlaus en ekki trúlaus.
Flest hinna myrtu voru læknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mig grunar að Múhammeð myndi gráta beiskum tárum yfir því hvernig trúarbrögðin sem hann boðaði hafa verið afskræmd af einhverjum öfgafullum og veruleikafirrtum brjálæðingum.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 11:35
Bíðið við, þið kristnu; Ég man svo langt að stríðsmenn mestu hryðjuverkaþjóðar veraldar, Bandafylkjamanna, voru blessaðir með vígðu vatni og yfirsöng presta þar vestra áður en þeir fóru til Viet Nam til þess að vinna sín annáluðu mannúðarstörf þar eystra. Man einhver eftir My Lai og þeim fjölmörgu sambærilegu ógnarverkum, sem þeir unnu þar? Hafið þið efni á að fordæma fátæka stríðsmenn í fjöllum Afghanistan, sem eiga í höggi við óvíga heri alls hins kristna ofbeldisheims?
Sauradraugur (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 11:51
Ónei, Mói mundi ekki gráta, hann hagaði sér nákvæmlega svona sjálfur, ef eitthvað er að marka frásagnir samtímamanna hans og vina. Persónulega hjó hann hausinn af eða skar á háls eitthvað á milli áttatíu eða níutíu manns við svipaðar kringumstæður og þessar.
Bjössi (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 11:53
Sauradraugur...ertu eitthvað kúkú..... Það er enginn að segja að það sé eitthvað betra eða verra það sem hefur gerst í öðrum stríðum s.s. Vietnam, Hiroshima, Austur Tímor, Rúanda eða hvar í heimi sem hörmuleg grimmdarverk eru. Og það var enginn hér að príða yfirgang USA í Nam. En það segir ekki að það megi ekki fordæma "fátæka stríðsmenn" eins og þú orðaðir það ef þeir fremja slík voðaverk eins og að taka fólk af lífi í nafni trúar. Og hvaða anskotans máli skiptir hvort þeir séu fátækir stríðsmenn í fjöllum Afganistan, það er eins og að þú sért að segja að það sé þá eitthvað réttlætanlegra en ef að þetta hefðu verið ríkir Bandríkjamenn sem hefðu framið þennan glæp? Og "sem eiga í höggi við óvíga heri".. Það er nú meiri herinn sem þeir "fátæku" slátruðu þarna, 8 læknar sum unnu fyrir hjálparsamtök og 2 saklausir í viðbót. Farðu nú bara og stattu með skilti einhverstaðar á Langholtsveginum, þú virðist ekki vera þeim gáfum gæddur að eiga að vera eyða tíma þínum hér að rökræða við vitiborið fólk.
manu (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:21
Sauradraugur er haldinn heimskum fordómum og ætti að reyna að skilja kristna trú áður en hann skellir fram svona rugli. Það hefur ekkert með kristna trú hvað viðbjóðsleg illmenni hafa gert í gegnum tíðina og misnotað trúna. Ekkert er jafnfjarri kristindómnum ef þú hefur reynt að kynna þér hann sem þú hefur augljóslega ekki gert og hverskonar ofbeldi og stríð. Reyndu að lesa með eigin augum og byrjaðu á nýja testamentinu annars fellurðu í flokk með þessu hálfvitum sem sem hafa notað trúna til allskonar illverka því ekki hafa þeir kynnt sér út á hvað kristindómurinn gengur en telja sig þó kristna. Það eitt að beita annan ofbeldi and-kristnar viðkomandi ! Sama hvaða ofbeldi það er.
sveinn (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:22
"Sauradraugur": Bandaríkjamenn voru ekki vígðir til þess að vinna voðaverk, talibanar hinsvegar blessa sína menn til að gera svona lagað.
Teitur Haraldsson, 7.8.2010 kl. 12:27
Gísli: Ónei hann hefði sko ekki grátið ef þú hefur lesið eitthvað um þann viðbjóð þá ættirðu að vita að hann var ekkert nema ógeðslegur morðingi, barnaníðingu, nauðgari og lygari.
Hann hvatti aðra múslíma að ef þeir geta ekki unnið bíða og ljúga þanga til að þeir fái tækifæri eða hafi yfirhöndina og þá að helst að skera hausinn af trúleysingjum.
Og til svona manns tilbyðja múslímar og hann er litinn á sem fullkominn karlmaður í Islam trúnni svo ef þú ert guðhræddur múslími þá villt þú haga þér eins og hann.
kri (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 13:03
munið að jésu er mest vitnaðasti spámaðurinn í kóraninum.
palli (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.