9.9.2010 | 10:30
Æðislegt.
Nú geta þessir 2000 íbúar brunað fram og tilbaka í kaffiboð hver hjá öðrum í boði skattgreiðenda. Til hamingju með það.
Vinna við Héðinsfjarðargöng á lokaspretti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já auðvitað er þetta algjört hneyksli að íbúar á landsbyggðinni skuli fá bættar vegasamgöngur...
Allt fé til vegagerðar er auðvitað mikið betur varið í mislæg gatnamót í rvk og suðurlandsvega sem ekki er búið að hanna ...
Og svo má ekki gleyma öllum "STÓRHÆTTULEGU" vegunum sem grey sunnlendingarnir verða að aka eftir á degi hverjum...
Er ég nú hræddur um að suðurlandið sé búið að fá nægt fjármagn til misgáfulegra gatnagerða síðastliðna áratug. Nú er komið að landsbyggðinni. Vona bara að það verði rokið í það sem fyrst að bora í gegn um vaðlaheiði, og að nýr vegur verði sem fyrst gerður frá þjóðvegi 1 til Húsavíkur (sem er á einhverju gömlu plani) ... Svo væri auðvitað fínt ef að hægt væri svo að bora í gegn um hvert einasta fjall fyrir austan, svo að austfirðingar eigi nú auðveldar með að fara í heimsókn yfir í næsta fjörð.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 10:59
Já auðvitað á bora göng í gegnum hvert einasta fell og fjall á landsbyggðinni. Þó það nú væri.
Sigurður Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 11:24
Jæja Jón Ingi etu búinn að reikna út hvað þetta eru miklir peningar á haus? Hvað á svo gjaldið í gegnum göngin að vera hátt? Við borgum sæmilega upphæð í gegnum Hvalfjarðargöngin. Skrítið að skattborgarar þessa lands (eða var það Möllerinn frá Siglufirði) skuli veita svona miklu fjármagni til sveitafélags sem ekkert hefur lagt í þjóðarbúið síðan síldin hvarf 1968 eða hátt í hálfa öld. Það væri nær að gera almennilega vegi um Vestfirðina. Göng til Vestmannaeyja ættu að vera framar í forgangsröðinni heldur en að fara að bora einhver lúxusgöng í gegnum einhvern smáhól norður í Eyjafirði ég keyri margoft á hverjum vetri starfs míns vegn yfir Vaðlaheiðina og það hafa aldrei verið nein vandræði.
Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 11:41
Vandamálið er að það vantar heildarstefnu í samgöngumálum. Vegagerðin er á harðahlaupum eftir geðþóttaákvörunum fjárveitingavaldsins á hverjum tíma. Hversu gáfulegt sem það nú er.
Sigurður Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 11:54
Já eigum við að ræða síldarævintýrið....
Þegar það stóð yfir fór nánast hver einasta króna í uppbyggingar í Reykjavík og nágreni en ekki svo mikið sem tíeyringur með gati fór í landsbyggðina, sem hefur ALLTAF haldið þessu landi uppi... Og göng yfir til vestmannaeyja... Give me a brake. Gerir þú þér ekki grein fyrir því hvar Vestmannaeyjar eru staðsettar. þær liggja ofan á sprungubelti. Og þyrfti þá ekki mikið til að göng þar undir mundu brotna saman.
Og þessi "smáhóll" er andskoti lúmskur. Og bara svona til að láta þig vita að þú ferð ALDREI yfir Vaðlaheiðina. Þú ferð í gegnum Víkurskarð. Og viðhald á veginum, ruðningur 6 mán á ári, Eldsneytiseyðsla á akstri þar yfir telur mikið.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 11:59
Dæmigerð umræða um okkur og ykkur hin í höfuðborginni sem eru afætur á landsbyggðinni
Sigurður Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 12:25
Sigurður, Þakka þér kærlega fyrir þessar hamingjuóskir, þér er velkomið að kíkka í kaffi hvort sem það er í gegnum þessi göng eða ekki.
Og Við landsbyggðarfólk erum alveg jafn miklir skattborgarar eins og þú og hinir ;)
Svala Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 22:17
Vertu nú ekki svona bitur Sigurður, þessi göng eru heilmikil mannvirki, ættir endilega að kíkka í kaffi til okkar Svölu hérna í Fjallabyggð og skoða bæði bæinn og göngin. Skal Jafnvel ef þú kemur með bros á vör skella í eina köku handa þér, alltaf gaman að fá brosmilda borgarbúa í heimsókn :D
Sjókrimmi, 9.9.2010 kl. 22:21
Elskurnar mínar ég er ekkert bitur. Bara soldið spældur að fá ekki göngin til okkar Trausta á Bjarnagili.
Kem í kaffi til ykkar þegar ég fer í Fljótin næst. Gæti orðið fyrr en ykkur grunar.
Sigurður Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 22:36
Já vertu bara velkominn ;)
Sjókrimmi, 10.9.2010 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.