15.9.2010 | 17:51
Hvernig gat bankakerfið hrunið???
Ég er alveg hættur að skilja hvernig í veröldinni þetta frábæra bankakerfi okkar gat hrunið.
Enginn ber ábyrgð í bönkunum, þar var allt í gúddí og allir unnu samviskusamlega samkvæmt lögum og reglugerðum. Eða þannig.
Endurskoðendur skrifuðu upp á ársreikninga sennilega án þess að skilja þá og eru því hamingjusamlega algerlega saklausir. Þeir voru þá væntanlega plataðir af þeim sömu og ráku bankana í samræmi við lög og reglugerðir.
Eftirlitið var stöðugt að gera álagspróf þar sem bankakerfið fékk glanseinkunn meira segja rétt fyrir hrun. Þar voru menn sko að vinna vinnuna sína.
Seðlabankinn lánaði gríðarlegar fjárhæðir inn í bankakerfið með engum veðum sem bendir til trausts á kerfinu ekki satt. Seðlabankastjóri hafði reyndar uppi varnaðarorð á stundum en dásamaði styrk bankana í hina röndina. Innan Seðlabanka er nokkur kjaftur sem ber ábyrgð á einu né neinu enda gerðu menn ekkert rangt.
Stjórnsýslan hafði vakandi auga með framgangi bankakerfisins enda björguðu menn verðmætum fyrir hrun og seldu hlutabréf í annars velreknu og traustu bankakerfi.
Löggjafin tók upp löggjöf frá ESB og stílfærði. Samdi lög um vexti og verðbætur en gleymdu að lesa þau þannig að ekki nokkur kjaftur á Alþingi gat svarað því hvað þeir voru að samþykkja.
Er nema von að maður sé hissa.
PwC telur stefnu ekki á rökum reista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.