16.9.2010 | 08:18
Dæmigert fyrir stjórnmálaelítuna.
Meðan fjöldi fólks á hvorki til hnífs né skeiðar þá situr þetta lið á hinu háa Alþingi og karpar um ráðherraábyrgð. Mál sem vitað er að verður aldrei gerður nokkur skapaður hlutur í.
Meðan fólk á ekki fyrir helstu nausynjum þá eyðir Alþingi 3 milljónum í að kynjagreina rannsóknarskýrsluna. Greining sem er skrifuð með þvílíkum hörmungar stofnanatexta ekki nokkur kjaftur skilur hvað er verið fara.
Afhverju er ekkert gert til að sporna við því að fjármálastofnanir fari ránshendi um heimili landsmanna.
Hvar er norræna velferðarstjórnin spyr þetta fólk.
Erfiður vetur framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ríkisstjórn Íslands hefur aðeins eitt markmið, það er að ganga af þjóðinni dauðri með öllum tiltækum ráðum. Það er aðeins eitt svar við þessu markmiði, það er að ganga af ríkisstjórninni dauðri með öllum tiltækum ráðum. Nú er kominn tími á alvöru byltingu og gjöreyðingu fjárglæpafyrirtækjanna. Stoppa þarf með valdi uppboð á eignum fólks sem urðu að engu við ríkisstudda glæpamennsku útrásarhyskisins!
corvus corax, 16.9.2010 kl. 09:24
Sammála síðasta ræðumanni
Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.