Spennan er óbærileg.

Hvað gerist.

Verður dæmt lántaka í hag og lánveitendur birtast tárbólgnir á þröskuldinum hjá Seðlabanka, FME og ríkisstjórninni.

Eða lánveitanda í hag og almenningur getur étið það sem úti frýs. 


mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verður dæmt lántaka í hag og fjármálaglæpastofnanir geta étið það sem úti frýs?

Eða lánveitanda í hag og almenningur birtist með heykvíslar og kyndla á þröskuldinum hjá Seðlabanka og FME?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég á gamla heykvísl. Rauk heim í morgun úr vinnunni, bónaði skaftið og pússaði mesta ryðið af kvíslinni.

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Púkinn

Óháð því hvað gerist, þá er ljóst að a.m.k. hluti þeirra sem tóku gengistryggð lán mun fá lækkun sinna skulda, miðað við að ef gengistryggðu lánin hefðu verið talin lögleg.

Það eru ýmsir sem vonast til þess að lánin breytist bara í óverðtryggð lán með 2% vöxtum eða svo, en það er óraunhæft, og jafnvel ósanngjarnt - það myndi þýða gífurlegan flutning fjármagns frá fjármálafyrirtækjunum til ákveðins hóps lántakenda - og myndi leiða til þeirrar undarlegu niðurstöðu, að þeir sem ákváðu að fara varlega og tóku lán í íslenskum krónum væru nú skyndilega mun verr staddir en þeir sem tóku þá ofurbjartsýnu ákvörðun að veðja á að gengi krónunnar héldist áfram allt, allt of hátt.

Óháð þessu er ljóst að bílafjármögnunarfyrirtækin munu væntanlega öll fara í þrot - og þeir sem halda að þeir fái stórar upphæðir endurgreiddar munu væntanlega verða fyrir vonbrigðum.

Það er líka ljóst að óháð því hver niðurstaðan verður, þá mun koma til áframhaldandi málaferla næstu árin - sérstaklega hvað varðar gengisbundin lán til fyrirtækja, sem voru stundum á öðrum skilmálum en lán til einstaklinga.

Með öðrum orðum, lántakendur munu ekki þurfa að borga til baka raunvirði þess (með vöxtum) sem þeir fengu lánað, en áfallið fyrir fjármálafyrirtækin verður samt ekki meira en svo að bankarnir ættu að lifa þetta af.

Það er síðan spurning hvort stjórnvöld þurfa að leggja bönkunum til pening vegna þessa - og þess fjár verður ekki aflað nema með því að skatleggja þjóðina - svolítið ósanngjarnt gagnvart þeim sem ekki tóku þátt í gengislánavitleysunni, en ekkert við því að gera.

Púkinn, 16.9.2010 kl. 12:46

4 Smámynd: corvus corax

Til í að mæta með heykvísl enda vanur að vera laminn af löggunni í mótmælum við Alþingishúsið!

corvus corax, 16.9.2010 kl. 12:50

5 Smámynd: Jónas Jónasson

þetta stefnir í styrjöld út á götu ef Hæstirettur dæmir lánveitandanum í vil. þarna verður okkur þá það ljóst að hægt er að hagræða Íslenskum lögum.

Það virðist vera komin nú þegar einhverskonar gjá á milli fólks sem þarf að greiða, fara eftir lögum og þeirra sem virðast hafa einhver völd og þurfa því ekki að greiða né lúta lögum.

Jónas Jónasson, 16.9.2010 kl. 12:56

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvers vegna ætti það að vera ósanngjarnt að fjármálafyrirtæki fari að lögum?? Skil ekki svona málflutning. Þau útbjuggu samningana sem lántaki skrifaði upp á góðri trú um að hann ætti ekki í viðskiptum við lögbrjóta.

Síðan er það ekki marktækur málflutningur að klifa á þeim sem vildu fara varlega og tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum og bera þá saman við lántaka sem tóku lán með gengisviðmiði. Það er líka ekki rétt að hamra stöðugt á því að hinn almenni lántaki hafi verið að gambla með gengi og taka áhættu. Í flestum tilfellum var fólk að horfa til greiðslubyrgði og treysti orðum lánveitanda um lágmarkssveiflur. 

Þá fara þessi fyrirtæki bara á hausinn. Það væru ekki fyrstu fyrirtækin á íslandi sem færu á hausinn og kröfuhafar töpuðu á. 

Afhverju ættu stjórnvöld að leggja til fjármagn í einkavædda banka. Kannski inni í landsbankan. 

Það eru lög í landinu og þeim ber að fylgja. Síðan má deila um hversu gáfuleg þau eru. 

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 12:57

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er að magnast upp reiði í þjóðfélaginu. Maður finnur það á flestum sem maður ræðir við.

Sama liðið er að skara eld að sinni köku. 

Stjórnmálaelítan passar sína. Þessa sem borguðu í kosningasjóðinn

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 13:01

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lögaðilum ber að fara að lögum, hvort sem þau eru sanngjörn eða ekki. Mörg af þeim fyrirtækjum sem veittu "erlend lán" höfðu ekki starfsleyfi til slíkrar starfsemi, burtséð frá því hvort um var að ræða gjaldeyrislán eða gengistryggð krónulán. Lánveitingarnar voru því lögbrot frá upphafi auk þess sem fleiri brot má finna með því einfaldlega að lesa ársreikninga þeirra. Þessi fyrirtæki eru sum ennþá starfandi og stjórnendur þeirra á ofurlaunum, er það sanngjarnt?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband