17.9.2010 | 18:14
Þaulskipulög árás.
Glæpamenn hafa ráðist á okkur skattborgarna. Þeir hafa farið ránshendi um sameiginlega sjóði okkar og hjálpað sér átölulaust um hundruði milljarða. Það situr engin inni, rannsókn í slow mo og sem meira er það er enn verið að ræna okkur.
En það þó gott að einhver er vakandi núna og stoppa glæpastarfsemi. Hefðu mátt vakna mikið fyrr.
Þrautskipulögð árás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér, Sigurður. Eitt hefur mér og fleirum þótt sérstakt, svo ekki sé meira sagt. Það er hvernig Exista-eigendur, þ.e. Bakkabræður svonefndir, gátu féflett íslensku lífeyrissjóðina með því að gabba þá til að kaupa bréf í Exista og Kaupþingi, sem Exista átti mikið í og fénýtti stórkostlega. Í framhaldi af því virðist svo sem þeir ætli algjörlega að sleppa, bæði við umræðu og að vera látnir sæta ábyrgð. Einhverjir "huldir verndarvættir" halda yfir þeim hlífisskildi, ellegar þá að þeir eru svona eitursnjallir (sem þeir vafalaust eru) að það er útilokað að hanka þá. Mikill fjöldi íslenskra lífeyrisþegar þarf nú og í framtíðinni að búa við verulega skertan lífeyri vegna framgangs þessara manna og það virðist svo að miklum fjölda fólks finnist það bara allt í lagi.
Sauradraugur (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 19:54
Mér finnst þetta bara gott hjá þeim og ég vildi að þeir hefðu náð að ræna meiru!
Ég hef misst alla trú á Íslenskt samfélag eftir að hafa séð leikritið "16 september" (dagur múgsejunnarinnar) í íslenskum fjölmiðlum.
EF ÞAÐ ER EKKI LÖGBROT AÐ ÁKVEÐA VEXTI EFTIRÁ þÁ ER ÉG EKKI TIL Í AÐ VIÐURKENNA AÐ ÞETTA SÉ EITTHVAÐ MEIRA LÖGBROT!
Jónas Jónasson, 17.9.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.