Austur-þýska leiðin til glötunar.

Sammála Vilmundi, hrikalega mistök að kaffæra atvinnulífið í sköttum. Ótrúleg skammsýni norrænu velferðarstjórnarinnar í skattamálum margfaldar áhrif kreppunar á landsmenn.
mbl.is „Lýsa ótrúlegri vanþekkingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig á þá að fjármagna stærsta skuldbagga sem ríkið hefur nokkurn tíma þurft að glíma við? Bara með því að ímynda sér burt skuldirnar? Eða kannski með því að skuldsetja það meira? Eða kannski með því að einkavæða bankana AFTUR og leyfa þeim að gera það sem þeim sýnist AFTUR? Það var alltaf "best fyrir atvinnulífið" hérna í gamla daga, í kringum haustið 2007.

Í alvöru samt, ég hefði áhuga á öllum hugmynd um hvernig eigi að glíma við vandann öðruvísi en bæði með stórfelldum niðurskurði á ríkisþjónustu, sem og stórfelldum skattahækkunum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er auðvitað morgunljóst að skattpíning kemur í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti. Samdráttur í fjárfestingum dregur máttinn úr hagkerfinu sem leiðir af sér minnkandi skatttekjur ríkisins. Það þarf að draga enn meira saman í ríkisrekstrinum því að við höfum verið að lifa á lánsfé á undanförnum árum. Það er bara ekki innistæða fyrir þessum ofvexti í ríkisgeiranum. 

Sigurður Sigurðsson, 23.9.2010 kl. 13:31

3 identicon

Já veistu, ég er svolítill Keynes-aðdáandi sjálfur að því leyti að ég teldi best sjálfur að lækka skatta í núverandi stöðu, en gallinn er að það klikkaði að hækka þá þegar það átti að gera það. Núna eru bara einfaldlega engar aðrar leiðir.

Ég hreinlega trúi því ekki, með fullri virðingu, að skatt tekjur ríkisins minnki við hækkun skatta. Skattarnir verða væntanlega ekki jafn virkir, þ.e. að ef maður hækkar skatta um 5% skilar sér minna en öll sú hækkun í ríkiskassann, en að skatt tekjur beinlínis minnki trúi ég einfaldlega ekki og hef aldrei séð gögn til stuðnings. Það hljómar meira eins og einhvers konar sjálfsblekking, aftur með fullri virðingu.

Í allra skásta falli eru þessi áhrif sem þú nefnir til lengri tíma, ekki til skemmri tíma, og íslenska ríkið er bara að reyna að halda það út í gegnum þessa kreppu yfirhöfuð. Það verður aldrei þægilegt að komast út úr kreppu, og það verður vissulega aldrei sanngjarnt. Þannig að eins og ég segi, ég hef ekkert meira gaman af því að borga hærri skatta en hver annar, né þykir mér þeir réttlátir, né þykir mér þeir skynsamir til lengri tíma. En eins og staðan er, þá hreinlega verður að gera þetta.

Þakkaðu Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 13:47

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það hefur bara ekki verið dregið saman í rekstri ríkisins því starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga hefur fjölgað frá 2007.

Sigurður Sigurðsson, 23.9.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband