30.9.2010 | 18:30
Bankinn á fjósbitanum
Er ekki nóg komið bulli.
9.400 milljónir.
Hversu mörg brotin heimili þurfti til að ná þeirri tölu.
Hversu mörgum fyrirtækjum þröngvað í gjaldþrot.
Hversu mörgum vildarvinum var bjargað.
9,4 milljarða hagnaður Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Voðalegur biturleiki er þetta. Það er nú ekki eins og bankann sé að hagnast þetta á þjónustugjöldum. Kíkið á uppgjörið áður en þið gerið ykkur að fífli. Þar að auki er þetta ríkisbanki þannig að varla viljið þið að bankinn tapi og ríkið þurfi að koma með frekara framlag í hann? Nei bölsótast skal sko yfir því að einhver dirfist að skila hagnaði, því eins og allir vita þá er það sko ekki tilgangur með því að reka fyrirtæki að hagnast.
Nonni (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 23:31
Græðgi er góð. Eru það einkunnarorð þín Nonni Gekko.
Ég hef ekkert á móti því að fyrirtæki skili hagnaði en meinilla við það að mafiufyrirtæki hagnist.
Mafíufyrirtæki eins og Landsbankann sem getur afskrifað skuldir á fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar upp á 2.600 milljónir án þess að hirða veð. Á sama tíma og sami banki knýr Jón og Gunnu í þrot fyrir smáaura. Sami banki og vill ekki semja við aðra lánþega.
Skítalyktinn er óbærileg af þessari stofnun.
Sigurður Sigurðsson, 1.10.2010 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.