Norræn velferðarstjórn að störfum.

Er þetta ekki dæmigert. Ráðast á garðin þar sem hann er lægstur. Og einnig á fólkið sem á halda þessu þjóðfélagi uppi millistéttinni. Það á að skerða hjá henni enn eina ferðina. Steingrímur ætlar að þurrka hana út enda grunar hann hana um að hafa kosið sjallana.

Æ hvað væri gott að losna við andskotans kommana úr stjórn landsins. Ég er meira segja farin að halda að vafningurinn gæti ekki verið svona hábölvaður eins og þessi afturúrkreistingur úr þingeyjarsýslunni.


mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"millistétt", þetta orð fékk mig til að hlægja.  Hvar er þessi millistéttarlína annars dregin hér á landi?   Er það eitthvað launatengt eða er það fjöskyldutengt?

Hver á þá að borga fylleríið spyr ég enn og aftur, er það kannski Jesús sem mun gera það fyrir okkur.  

Eigum við að lækka skatta, púnktur, reddast þetta þá?  Eigum við að safna smá vöxtum með vissu um betri tíð í vændum?

Jonsi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 08:13

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Við gætum t.d. sagt bankalýðnum og fjármagnseigendum að éta það sem úti frýs og sparar okkur 75 milljarða í vexti.

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2010 kl. 09:59

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Jónsi, láttu ekki eins og smábarn. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá það, að skattleggja allt og alla og draga úr fjármagni til þeirra sem lítið hafa nú þegar, getur ekki leitt til neins annars en skálmaldar og mikils fólks flótta. Á hverju eiga öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk á atvinnuleysisbótum að lifa, þegar skorið er niður lífbjörg þeirra???

Börn alast upp við fátækt, geta ekki menntað sig og komið sér upp úr fátæktinni. Við erum þá komin með nýjan þjóðflokk hér á landi sem heita FÁTÆKLINGAR. Þetta var alþekkt á árum áður eða á 18 öld og langt fram á 20stu öldina. Þá varð svolítið sem kallast ÞRÓUN sem varð til þess að mennta stig þjóðarinnar varð hærra, allt fólk gat farið í skóla og menntað sig. Úr því varð að heilbrigðisþjónustan varð betri, færri voru fátækir og höfðu ekki til hnífs og skeiðar. 

Það er nú frekar öfuþróun þegar fólk er að verða jafn fátækt og það var hér á landi þegar amma og afi voru ung og enn og lengra. 

Við ættum kanski bara líka að taka að okkur hreppaómaga og láta fólk flækjast á milli heimila í vinnumensku?? EÐA HVAÐ??

Ég veit að þetta er dónalegt, en Jónas, þú ert ekki svona HEIMSKUR (bara getur ekki verið).

Það pirrar mig mikið, fólk sem þykir sjálfsagt að allir lifi eins og langamma og langaafi. Það var ekki til fyrirmyndar heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Við kannski komum upp heimilum eins og Sólheimum (með allri viðringu fyrir því góða starfi sem þar er) og setjum fatlaða og þá sem eru ekki með meðalgreind á þau??? Það verður allavega erfitt að kenna þeim í almennum skólum þegar sérkennarar og aðrir sérfræðingar innan skólanna eru látnir hætta sökum niðurskurðar. 

Áttum okkur á því Jónas, að niðurskurður bitnar ALLTAF á þeim sem minnst meiga við því.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.10.2010 kl. 00:27

4 identicon

Katrín, takk fyrir yfirlitið.

Ég er sammála öllu sem þú segir, ofurkreppa hefur þessar afleiðingar. Fólk mun líða og þeir sem minnst meiga sín.  Hlandinu verður ekki breytt aftur í vín.  Partíið er búið og við erum á barminum, alvega á barmi tortímingar.  Ég sé ekki lausn sem fer að lögum landsins og þeirra ríkjasambanda sem við erum í.  Byltingar í formi eignaupptökur einstaklinga, fyrirtækja og lánadrottna hafa orðið í öðrum löndum, engin þeirra farsæl um langt sekið.  En ef fara á þá leið, þá verður hætt á ringulreið í marga áratugi eins og í fyrrum ríkjum sovietríkjana eftir þeirra fall.  Ég er dauðhrætt við slíka byltingu, en kannski er hún sanngjarnasta leiðin.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 14:19

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Takk fyrir að vera sammála mér Jónas.

Mér finnst fórnarkostnaðurinn vera orðin of mikill fyrir banka og fjármálamenn. Það er áfram mokaðir peningar undir rassgatið á þessum auðjöfrum og bankastofnunum. Á meðan erum við hér almúginn skilinn eftir að lepja dauðann úr skel. Ég trúi á það sem Þór Saari segir, að það sé hægt að hjálpa heimilum landsins betur en gert er. Það eru til peningar til að setja út í þjóðfélagið sem nýta má í atvinnusköpun (ekki endilega álver) sem verður til þess að við sem lepjum dauðann úr skel, gerum meira úr peningunum með okkar vinnu, hugmyndum og árverkni. Sem síðan hlýtur að koma til baka í ríkiskassann og nýtast til að greiða niður þær skuldir sem við höfum safnað í þessu svínaríi okkar undan farin ár. 

Að lokum, verð ég að segja að mér sýnist þessir alþingismenn ekki hafa lært neitt á þessu hruni. Þeir eru áfram með sínar risnur og eru ennþá að moka peningum í sitt fólk. ÉG hef ekki séð þá gera neitt vitsamlegt við þá peninga sem þeir hafa úr að tefla. 

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.10.2010 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband