Jú ykkur mistókst hrapalega.

Ykkur tókst ekki að fá þjóðina með ykkur. Heldur hefur ykkur tekist að fá hana upp á móti ykkur.

Almenningur er orðin leiður á því að láta bankamenn og stjórnmálamenn ræna sig. 

Ef ekki verður gert neitt í málum lántaka þá hættum við bara að borga. Hvað ætlið þið að gera þá. 

Hafa bankabófarnir hugsað þá hugsun til enda. 


mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Fáir nýta sér "úrræðin", - segir ríkisstjórnin. Er þá ekki málið að "úrræðin" séu ekki þau réttu, og séu því gagnlaus ?

Vandamálið í þessu öllu saman er bara eitt, - bara aleitt, - og það er vísitölubindingin. Og þar af leiðandi er aðeins um eitt úrræði að ræða, og sem kemur til greina, og það er að afnema með lögum þessar vísitölureglur.

Svona vísitölubindingar þekkjast hvergi á byggðu bóli, - nema á Íslandi, og Alþingi þarf að afnema þessar reglur. Þar með er dæmið leyst.

Hversu langt aftur í tímann verði endurreiknuð öll lán, - upp á nýtt, - er svo Alþingis að ákveða.

Það er furðulegt að enginn þingmaður hefur heyrst nefna þetta; - það er, að afnema vísitölubindingarnar.

Tryggvi Helgason, 12.10.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er það ekki vegna þess að þá geta þeyr ekki leikið sér með krónuna til að ræna af fólki? Það virðist vera hægt að stjórna i öðrum löndum án vísitölu! Hún er bara fyrir þá sem kunna ekki með peningastjórnun að fara, og handa auðmönnum til að græða á!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.10.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband