14.10.2010 | 11:18
Er þetta pólitíkin sem á að skila okkur inn í framtíðna
Útúrsnúningar og engar lausnir. Er þetta það sem stjórnmálamenn og konur ætla að bjóða okkur kjósendum upp á.
Ömurlegur málflutningur sem ekki skilar okkur neinu, hvernig væri að Svandís kæmi þá með atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig á að skila okkur þeim 20.000 störfum sem við þurfum á að halda á næstu árum.
Pétri færi betur að halda kjafti og hætta að hugsa eingöngu um fjármagnseigendur. Það eru tvær hliðar þessum peningi. Ef lántakar hætta borga það sem þeim finnast vera ósanngjarnar kröfur fjármagnseigenda þá vitum við hvernig fer. Fólk vill ekki bara atvinnu til að geta greitt af lánum, það vill atvinnu til að halda mannlegri reisn.
Við sitjum öll í þessari súpu og við komum ekkert áfram með svona málflutningi og hroka eins og þessir stjórnmálamenn sýna okkur.
Er það nokkuð skrítið þó að 70% þjóðarinnar vilji fá nýtt blóð þarna inn.
Styður frumvarpið en hefur ekki áhuga á álveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.