15.12.2010 | 13:31
Lagt á klaufhamragjald.
Er þetta ekki dæmigert fyrir þessa fábjána á Alþingi. Til hjálpa byggingariðnaðinum á lappirnar þá er klárlega lausnin að bæta við gjöldum og flækja hlutina aðeins meira.
Er engin von til þess að það finnist einhver sæmilega ósködduð virk heilasella í þessum 63 hausum.
Mannvirkjastofnun tekur til starfa um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski að þetta sé "klaufa" gjald. Það er búið að vera mikill klaufagangur í íslenskum byggingariðnaði, alveg frá hönnunarstigi til frágangs. Við þurfum að taka okkur taki og kannski fínt að leggja fé í þetta.
Hans Klaufi (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 13:59
Nei hef ekki neina trú því að það lagi eitt né neitt að bæta við enn einni stjórnsýslustofnun. Þær hafa nú ekki verið að standa sig hingað til.
Það verður ráðin einhver einstaklingur sem hefur ekki hundsvit á byggingariðnaði en er pólitiskt rétthugsandi og umhverfisvænn.
Sigurður Sigurðsson, 15.12.2010 kl. 14:18
Sæll Sigurður. Vek athygli þína á að þetta byggingaöryggisgjald er ekki nýtt gjald heldur hefur ákvæði um svokallað brunavarnagjald, sem innheimt hefur verið á grundvelli laga um brunavarnir, verið fært inn í frumvarp til laga um mannvirki. Og þá er verið að leggja Brunamálastofnun niður á sama tíma og Mannvirkjstofnun er sett á laggirnar þannig að það er ekki verið að fjölga stofnunum hins opinbera. Þú getur nálgast nánari upplýsingar um þetta á heimasíðu umhverfisráðuneytisins: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1735. Kveðja, Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.
Guðmundur Hörður Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:31
Ja hérna er nú ekki sjálfur upplýsingarfulltrúi Svandísar farin að heiðra mig. Og leiðrétta.
Ekki hef ég nú neina sérstaka trú á því að okkur sem störfum í byggingariðanaðinum verði betur borgið undir verndarvæng umhverfisráðuneytisisns sem bannar framkvæmdir.
Guðmundur ég er búin að lesa þetta og segi nú ekki annað Guð hjálpi okkur. Nú er alveg morgunljóst að Umhverfisráðuneytið ætlar að sölsa undir sig allt ákvörðunarvald í framkvæmdum á landinu.
Núna verður ekkert framkvæmt án þess að Árni Finnson og CO hafi gefið go on.
Sigurður Sigurðsson, 15.12.2010 kl. 16:54
Sæll aftur. Það er nú ekki meiningin að leiðrétta allt sem þú segir á þessu bloggi héðan í frá en ég verð samt að benda þér á að skipulags- og byggingarmál hafa tilheyrt umhverfisráðuneytinu frá árinu 1991. Þannig að hér eru ekki á ferðinni eins stórkostlegar breytingar og þú óttast. Kveðja, Guðmundur Hörður, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.
Guðmundur Hörður Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.