Færsluflokkur: Bloggar
3.10.2010 | 17:13
Og ég vara við fjórflokknum
Páfi varar Ítali við mafíunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.10.2010 | 17:03
Hvað næst?
Kannski afturvirkir skattar. Væri það ekki í stíl við dóm Hæstaréttar.
Indriða og Steingrími hlýtur að hafa dottið það í hug. Það mætti vel hugsa sér að skattleggja tekjur 10 ár aftur í tíman vegna þess að skatta voru og lágir á græðgis tímanum.
Erfðafjárskattur hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2010 | 09:32
Gott og vel en hvað með Landsbankann?
Það frábært að erlendir aðilar rannsaki Kaukþingsglæpona og kannski verður tekið á þeim sem enn sitja inn í Arionbanka.
En maður spyr auðvitað, hvenær á að rannsaka aðal glæpabankann Landsbankann.
Rannsókn á Kaupþingi að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2010 | 01:20
Hverjum er ekki sama?
Mér er nákvæmlega sama um þessa ályktun. Enda kemur hún frá fjórflokknum. Nákvæmlega sama bullið og frá restinni af fjórflokknum, að nú verði að fara að vinna í skuldavanda heimilana.
Ekki lá neitt á því þegar þurfti að ræða í hörgul hvort einhver labbakútur á þingi bæri nú virkilega einhverja ábyrgð á gjörðum sínum.
Vá hvað þetta er ótrúverðugt lið.
Harma aðför að Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2010 | 01:12
Flott Bjarnarstrákar
Verst að ég komst ekki með ykkur norður en klikka ekki á næsta leik.
Ég sé að gömlu mennirnir þarna fyrir norðan hafa fengið að verma boxið í 24 mín en mínir menn hafa spilað prúðmannlega og aðeins verið í 4 mín.
Siggi Formaður íhokkídeildar Bjarnarins.
Björninn lagði Jötnana á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 01:07
Á meðan fjármagnseigendur fá 75 milljarða
Já 75 milljarðar í vexti þá verður að skera niður svo hrikalega í heilbrigðiskerfinu að þjónusta nánast leggst af. Þetta finnst síðan þeim sem eiga fjármagnið bara eðlilegt.
En er þetta eðlilegt, að við skattborgarar séum að mylja undir helvítis bankaógeðin en vanrækja heilbrigðisþjónustu. Liggja ekki þessir andskotar með hundruði milljaraða inní Seðlabankanum. Við skattborgararnir fáum síðan að borga ofurvexti á þetta fjármagn.
Mun endurmeta tillögurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 01:02
Djöfull gengur ílla að koma Yngva í jobbið.
Samfylkinginn er fyrir löngu búin að taka þetta job frá fyrir einn gæðinginn en síðan makkaði stjórn sjóðsins bara ekki með þeim.
Helvítis vesen og sá sólbrúni reyndi afbrigði og skipaði hæfnisnefnd með rétt nafn á listanum. En það virðist hafa klikkað líka og Yngvi verður að gera sér að góðu að hamast í einhverjum sérverkefnum fyrir samfó á meðan verið er að svæfa málið og vona að lýðurinn verði búin að gleyma öllu ruglinu þegar loksins verður búið að skoða nýju umsóknirnar.
Pólitíkin lætur ekki að sér hæða frekar en venjulega.
Aftur auglýst eftir framkvæmdastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 00:55
Norræn velferðarstjórn að störfum.
Er þetta ekki dæmigert. Ráðast á garðin þar sem hann er lægstur. Og einnig á fólkið sem á halda þessu þjóðfélagi uppi millistéttinni. Það á að skerða hjá henni enn eina ferðina. Steingrímur ætlar að þurrka hana út enda grunar hann hana um að hafa kosið sjallana.
Æ hvað væri gott að losna við andskotans kommana úr stjórn landsins. Ég er meira segja farin að halda að vafningurinn gæti ekki verið svona hábölvaður eins og þessi afturúrkreistingur úr þingeyjarsýslunni.
Fæðingarorlof skert á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.10.2010 | 00:48
12 þúsund milljónir!!!!!
Er ekki í lagi. Kostnaðaráætlun fyrir Sundabraut var 15 milljarðar og það þótti allt of dýrt. Vegagerðin hamaðist við að finna ódýrari lausnir. Við erum þar að tala um veg þar sem umferð per sólarhring er eins og á heilu ári í gegnum þessi göng.
Var það virkilega verjandi að eyða 12 milljörðum í þessi göng. Þetta er auðvitað frábært fyrir íbúana en fjandinn hafi það.
Örugglega heimskulegasta framkvæmd íslandssögunar og tel ég Hörpuna með. Og síðan fyrir þá sem eiga kannski eftir að verða pirraðir út af þessari færslu. Já ég veit um síldarævitýrið, mamma stóð á síldarplani á sigló. Ég er ættaður af Tröllaskaganum og á meira segja hlut i jörð inn í Fljótum.
Búið að opna Héðinsfjarðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2010 | 00:18
Ógeðslegt er rétta orðið
Bankamafían er á fullu við að mylja undir vini og vandamenn. Afskrifa hjá réttum aðilum. Almenningur skal borga fyrir syndir bankamanna. Já ógeðslegt er rétta orðið um starfshætti fjármálafyrirtækja, íbúðalánasjóðs og innheimtumanns ríkissjóðs.
Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að Jóhanna og Steingrímur eru að setja flesta í þrot. íbúðalánasjóður, tollstjóri og Skattayfirvöld er á þeirra ábyrgð. Þessar stofnanir eiga flestar uppboðsbeiðnir.
Bankar settu landið í þrot og dunda sér við að hirða eignir landsmanna en ríkið er síðan enginn eftirbátur þeirra. Er þetta ekki bara hið Staliníska draumaþjóðfélag VG sem er að verða að raunveruleika. Þar sem eignir eru færðar undir ríkið eða flokksfélaga. Þar sem fyrirtækin eru ríkisrekin og allir eru í raun opinberir starfsmenn. Blautur draumur Ögmundar BSRB formanns.
Auðmenn græða á uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)