Er ekki málið að leita ráða hjá Castro

Á Kúpu er rekið fyrirmyndar heilbrigðiskerfi. Bara koma upp sama skipulagi og hjá Castro enda ætti Álfheiði ekki að vera skotaskuld úr því. Er það ekki í anda VG.

Þá er ekki nein hætta á að þessir læknar færu að stinga af. Áflheiður gæti bara bannað það. 

 


mbl.is Erfitt starf og illa launað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er eitthvað sem þessi ríkistjórn kemur í verk er að banna hluti,Svo það að banna læknum að fara verður gert á einum kaffifundi

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 00:07

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Einhvern vegin fer um hrollur þegar kaffi og VG er nefnt í sömu mund

Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 01:05

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Væri fróðlegt að vita hversu lág þessi hörmungarlaun eru sem aumingja maðurinn er að tala um. Ætli þau séu mikið undir milljón á mánuði...?

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 09:26

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jón Bragi, skiptir það máli. Skiptir ekki máli hvort að LSP sé samkeppnishæfur um vinnuaflið. Ef að laun eru ekki samkeppnishæf og starfsfólk getur fengið sambærileg störf mun betur borguð þá er eðlilegt að viðkomandi sæki í þau.

Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 09:34

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Jú Sigurður, mér finnst það alveg sjálfsagt að menn sæki þangað sem þeir fá meira kaup og líkar betur. Mér finnst líka sjálfsagt að við skattborgarar látum ekki eina af hæst launuðustu stéttum landsins fjárkúga okkur með hótunum. Það er hægt að fá nóg af vel menntuðum læknum bæði innan og utanlands eftir því sem ég best veit.

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 09:43

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Er það ekki þá verkefni stjórnenda LSP að leysa úr því máli að fá allt þetta fólk með rétta menntun til starfa. Ég hef nú ekki séð vel menntaða lækna standa í biðröð á þröskuldinum hjá LSP.

Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 09:53

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég held að það allt í lagi að taka því rólega og láta ekki hræða sig með hótunum. Veit ekki til að það sé neinn læknaskortur í landinu enn.

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 10:51

8 identicon

Hvað kostar hvert ár í lænisnámi og hversu mikið þar viðkomandi að vera með í laun svo að það borgi sig að menntast?

Það sem og útreikningur á raunverulegri fræmfærslu almennings og öryrkja er ekki á forgangi hjá þeim á Siðblindraheimilinu (áður Alþingi) enda myndi þá koma holskefla af launahækkunum í gergnum allt kerfið þannig að landið myndi lamast í verkföllum mánuðum saman.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:09

9 identicon

Kunningi minn sem átti konu á Kúbu fór eitt sinn til tannlæknis. Jú það er allt frítt hjá okkur sagði stúlkan í afgreiðslunni en bara því miður 6 mánaða bið og svo blikkaði hún. Daginn eftir mætti kunninginn með smá slatta af dollurum. Stúlkan opnaði brosandi hurðina inn til tannlæknisins.

omj (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:38

10 identicon

Staðreynd er að fyrir um 20 árum lágu fyrir spár um mjög alvarlegan læknaskort á öllum Norðurlöndunum upp úr 2005. Þetta er nú að rætast.  Íslenskir læknar eru mjög eftirsóttir á hinum Norðurlöndunum, einkum Svíþjóð en einnig Noregi og Danmörku. Eftirspurnin er að sjálfsögðu eitthvað misjöfn eftir sérgreinum og líka eftir færni og getu (menntun og reynslu) læknanna. Allmörg vinnumiðlunarfyrirtæki hafa sprottið upp, m.a. stofnuð og rekin af Íslendingum. Varla líður sá dagur að mjög margir ísl. læknar fái atvinnutilboð þar sem boðin eru laun sem eru 3var- 4sinnum hærri en hæstu laun á LSH (ekki LSP), þ.e. um 2 milljónir á mánuði í stað rúml. hálfrar milljónar. Mest eftirspurn er eftir læknum með fremur sjaldgæfa menntun, td. krabbameinslækningar, heilaskurðlækningar ofl. Þeir geta vænst mun hærri launa og í USA er ekki sjaldgæft að þessir sérfræðingar hafi amk. 10 milljónir ísl.kr. á mánuði. Að sjálfsögðu verður að taka tillit til hins ömurlega gengis ísl. krónunnar og líklega hærri framfærslukostnaðar í flestum þeim löndum sem ísl. læknar flyttu sig til. Ég get td. varla séð neina ísl. lækna vilja starfa (til framtíðar) á Cúbu eða td Indlandi nema um sérstaka hugsjónamenn væri að ræða. - Þó forstjóri LSH segi að ekki hafi orðið "landflótti" meðal lækna LSH vil ég leyfa mér að segja ("hið fornkveðna"): "spyrjum að leikslokum".  Allir erlendir læknar sem hafa lækningaleyfi á Íslandi (innan ES/ESB) hafa miklu hærri laun en ísl. læknar. Vilja ísl. sjúklingar verða meðhöndlaðir af tyrkneskum, indverskum, pakistönskum eða td kínverskum læknum í framtíðinni?  Læknar frá þessum löndum geta verið ágætlega menntaðir og færir en auðvitað yrðu miklir erfiðleikar í samskiptum við þessa lækna lengi vel, sérstaklega fyrir eldra fólk sem ekki talar vel ensku eða önnur erlend tungumál. Ég held að íslensk stjórnvöld ættu að gera allt sem unnt er til að halda í sína vel menntuðu og færu lækna. Annað væri heimska og skammsýni.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 17:44

11 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég bara beið eftir því að einhver kæmi með þessa klassísku mýtu um að íslenskir læknar séu eitthvað sérlega spes og eftirsóttir í útlöndum. Ég hef búið í Svíþjóð í um 20 ár og hef aldrei heyrt getið um það að íslenskir læknar séu eitthvað færari eða eftirsóttari en t.d. bara pólskir eða þýskir. Það er dálítið skondið með þetta sjálfsálit okkar Íslendinga að ég heyri það bara þegar ég kem til Íslands eða les íslenska miðla um þetta heimsfræga snilldarfólk okkar

Það er alveg sama í hvaða stétt menn eru, laun eru að öllu jöfnu hærri í Evrópu og verðlag hagstæðara en á Íslandi og ekki spurning að menn hefðu það betra þar en á Íslandi þ.e.s. fjárhagslega. Þetta er gamalþekkt aðferð hjá íslenskum læknum að hóta því að fara úr landi og ég kannast við þennan söng þeirra frá því að ég byrjaði að fylgjast með fréttum fyrir um 30-40 árum síðan og enn hefur ekki borið á læknaskorti á Íslandi. Ég held að það þurfi síst af öllu að vorkenna læknum á Íslandi í dag og ég held að menn ættu að taka þessum hótunum þeirra með ró.

Vil svo geta þess að héraðslæknirinn í minni gömlu heimabyggð sem er eitt minnsta læknishérað á landinu með rétt um 500 íbúa var með þrjár milljónir á mánuði síðastliðið ár sem er rúmlega 4000 krónur á hvern einasta klukkutíma ársins! Hvernig hægt er að ná slíkum launum útúr 400-500.ooo króna mánaðarlaunum er mér hulin ráðgáta. Hann tekur þó út sín frí og er oft afleysingarlæknir á staðnum þegar hann er í fríi.

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 20:38

12 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mér finnst það vera gríðarlega mikilvægt að halda velmenntuðu fólki í landinu. Þekking er það sem sárast er fyrir okkur að missa. Ef atgerfisflótti verður landlægur þá fyrst erum við í vondum málum.

Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 20:47

13 Smámynd: Sigurjón

Jón Bragi: Þú getur séð útlistanir á kaupi þessa læknis á þessari vefslóð.

Sigurjón, 7.7.2010 kl. 21:24

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sigurjón takk fyrir tengilinn, þetta var áhugaverð lesning

Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 22:01

15 Smámynd: Sigurjón

Ekkert að þakka.  Takk fyrir færzluna.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 7.7.2010 kl. 23:57

16 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég las þessa grein áður en ég byrjaði að tjá mig hér og mér finnst einmitt vanta útlistanir á kaupi. Ég vil sjá heildartekjurnar með öllu sem fylgja t.d. því álagi sem læknar fá fyir að vera í vinnunni en ekki á einkastofum sínum.

Ég vildi líka gjarnan sjá hvernig hægt er að komast uppí þrjár milljónir á mániðu í tekjur með þessum grunnlaunum.

Jón Bragi Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 06:31

17 Smámynd: Sigurjón

Þá ætti þá máski að byrja á því að lista út þitt byrjunarkaup...

Sigurjón, 8.7.2010 kl. 06:43

18 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ef vöntun á upplýsingum um mitt kaup stendur í vegi fyrir því að hægt sé að fá laun lækna uppá borðið þá er það alveg guðvelkomið. Ég vinn sem þýðandi hjá tölvufyrirtæki og hef ekki séð neinn launataxta sem gildir um þessa tegund af vinnu. Hins vegar get ég upplýst að kaupið mitt var þegar ég byrjaði hjá þessu fyrirtæki (fyrir tíu árum) 18.000 sænskar krónur á mánuði og er núna 27.403 sænskar krónur. Þegar búið er að draga frá skattinn fæ ég 20.810 krónur í vasann. Vinnutíminn er 38 tímar á viku með 5 vikna sumarfríi. Þá er greiddur bónus tengdur afkomu fyirtækisins sem hefur verið á bilinu 15-20 þúsund krónur á ári og af þeirri upphæð er tekinn um 50% skattur. Engar aðrar greiðslur er um að ræða hvorki bílastyrk, óunna yfirvinnu eða þess háttar. Aðeins greitt fyrir útlagðan kostnað vegna ferðalaga og þess háttar. Að sjálfsögðu er greitt fyrir unna yfirvinnu sem er mjög sjaldgæf.

Ég get sent þér afrit af launaseðlinum mínum Sigurjón ef þú óskar þess. Ég ætla ekki að vorkenna læknum á Íslandi fyrr en ég sé raunverulegar tölum um laun þeirra. Ef þeir ekki treysta sér til þess að gefa þau upp þá þykir mér það staðfesta þann grun minn að þeir séu ekki eins aðþrengdir og þeir vilja vera láta...

Jón Bragi Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 09:53

19 identicon

Jæja, Jón Bragi, þá skulum við bera þig saman við þennan lækni sem þú kvartar undan að sé á svo miklum ofurlaunum:

- Hann er í hæsta launaflokk sérfræðilækna með ISK 533.157 fyrir skatta. Starf hans krefst 15 ára náms áður en þú færð að byrja að stunda það, yfirvinna greidd sérstaklega.

- Þú ert í starfi sem virðist mega stunda án þess að þurfa að fara í 15 ár fyrst í skóla? og færð fyrir það ISK 452.150 fyrir skatta (mv. gengi 16,5 ISK/SEK), yfirvinna líka greidd sérstaklega.

Og þetta finnst þér vera sanngjarnt !!

Kolbeinn (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 16:20

20 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þess er nú fyrst að geta Kolbeinn að auðvitað hækkuðu laun okkar sem búum erlendis um 50% við fall íslensku krónunar þannig að sá samanburður verður dálítið kúnstugur. Minn kaupmáttur hér jókst hvorki né minnkaði við það. Fyrir þetta fall íslensku krónunnar var mitt kaup reiknað í ISK um 300.000. Og 200-250 þúsund eru þau laun sem ég hef séð að menn eru að fá fyrir sambærilegt starf og mitt á Íslandi.

Enn höfum við ekki séð raunveruleg laun sérfræðings hjá LSH. Þar eru ýmsir samningar í gangi sem ekki eru uppi á borðinu þannig að við getum séð heildarmyndina t.d. þetta með álagið fyrir að vera í vinnunni sinni.

Það er eitt í þessu dæmi sem mér finnst alls ekki ganga upp: Hann er með 533.157 krónur í mánaðarlaun og ef við gerum ráð fyrir 40 tíma vinnuviku þá er hann með um 3000 krónur á klukkustund en þegar hann vinnur yfirvinnu á laugardögum og sunnudögum þá fær hann að eigin sögn aðeins með 1910 krónur á klukkustund. Þetta eru þá þeir undarlegustu kjarasamningar sem ég nokkurn tíma hef heyrt getið um þ.e. að menn fái aðeins um 63% af dagvinnulaunum þegar þeir vinna yfirvinnu!

Og ég trúi því engan veginn að sjálfur formaður Læknafélagsins hafi tekið þátt í slíkri samningagerð. Nei við þurfum að fá allt uppá borðið áður en ég fer að vorkenna læknum vegna lágra launa.

Það er hins vegar rangt hjá þér að ég hafi kvartað undan "ofurlaunum" lækna. Það er talsverður spölur frá því að segja að menn hafi ofurlaun til þess að álíta að það þurfi ekki að vorkenna þeim sérstaklega vegna lágra launa eða hafa áhyggjur af hótunum þeirra um að flýja land.

Varðandi mitt nám þá hef ég 7 ára nám eftir framhaldsnám þar af sirka 2 ár sem ég hafði einnig tekjur þ.e. starfsnám. Læknar eru líka meira eða minna á launum sem kandídatar og aðstoðarlæknar í sérnámi sínu.

Jón Bragi Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 19:26

21 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Meinti náttúrlega 7 ára nám eftir skyldunám/grunnskóla.

Jón Bragi Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 19:30

22 Smámynd: Sigurjón

Laun lækna á námstíma eru ekkert til að hrópa húrra fyrir.  Ef ég skil þetta rétt hefur þú 3 ára háskólanám að baki, ekki satt?  Þessi umræddi læknir hefur 15 ára háskólanám að baki.  Mér finnst hann ekkert fara fram á of mikið...

Sigurjón, 8.7.2010 kl. 20:00

23 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Veist þú nákvæmlega hvað hann hefur mikið? Trúir þú því að tímakaup lækna við helgar-/yfirvinnu sé aðeins 63% af dagvinnukaupi? Við komumst ekkert lengra í þessarri umræðu fyrr en við fáum staðreyndir á borðið en þær eru náttúrlega leyndó eins og hjá flestum vel launuðum stéttum...

Jón Bragi Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 22:11

24 Smámynd: Sigurjón

Hann hefur alla vega það lítið að hann er tilbúinn að rífa fjölskylduna upp með rótum og flytja af landi brott.  Það hlýtur að segja eitthvað.  Hvaðan biturleiki þinn kemur í garð þeirra sem hafa betri laun er mér ráðgáta.

Sigurjón, 9.7.2010 kl. 01:00

25 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er ekkert undarlegt að fólk hugsi sér til hreyfings miðað við hvernig ástandið á Íslandi er í dag. Það hafa fleiri en læknar gert. Ég valdi t.d. að flytja af landi brott fyrir all löngu m.a. vegna betri launa og mannlegri vinnutíma. Það segir nákvæmlega ekkert um það hvort læknar á Íslandi hafi einhver hörmuleg laun miðað við aðra launþega. Ekki veit ég hvaðan þú hefur þá englavisku að ég sé bitur. Ég er einfaldlega að halda því fram að læknar á Íslandi hafi það ekki eins skítt launalega og þeir vilja vera láta. Og eins og ég hef bent á áður þá höfum við ekki séð hvaða laun þeir hafa í raun og veru. Við verðum að draga okkar ályktanir af skattaframtölum þeirra og lífsstíl. Launin virðast vera leyndarmál þó að mér finnist persónulega að þau ættu að vera opinber þeim sem greiða þau þ.e. skattgreiðendum.

Viltu ekki frekar Sigurjón fræða mig um það hvort þú t.d. trúir því að læknar hafi 63% af dagvinnulaunum sínum í yfirvinnukaup heldur en að vera að reyna að sálgreina mig?

Jón Bragi Sigurðsson, 9.7.2010 kl. 06:07

26 Smámynd: Sigurjón

Sálgreining kemur mér ekkert við.  Ég hef ekki ástæðu til að draga það í efa að þessi viðkomandi læknir segi sannleikann varðandi sín laun og kjör.

Ég sé einfaldlega á skrifum þínum að þú ert bitur í garð þeirra sem hafa meiri gáfur og þ.a.l. meiri tekjur en þú.  Það hefur aldrei tíðkast að menn þurfi að greina frá launum sínum nákvæmlega og það kemur þér ekkert við hver þau eru í heild sinni.  Þú neitar því ekki að hafa 3 ára háskólanám að baki og því geri ég ráð fyrir að það sé rétt.  Að þú skulir dirfast að snupra menn sem hafa haft fyrir því að stunda nám í 15 ár, að miklu leyti á skítakaupi segir margt um þína persónu og öfund.

Að þú skulir svo voga þér að bera þig saman við lækna og annað langmenntað fólk sem kosið hefur að leita betri kjara erlendis, ber vott um stórkostlegan misskilning og sjálfhól.  Þó þú orgir hástöfum um að aðrir eigi að sýna launaseðla sína, þá gerir það ekki þitt starf eða menntun merkilegri, sérstaklega ekki í samanburði við fólk sem fer í langvarandi háskólanám til að bjarga mannslífum.  Þinn málflutningur er ömurlegur í alla staði.

Sigurjón, 9.7.2010 kl. 06:26

27 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nú þykir mér stungin tólg! Er ég eitthvað að bera mig saman við lækna þó að ég segi að ég hafi kosið að yfirgefa landið fyrir all löngu eins og ýmsar aðrar starfsstéttir hafa gert í gegnum tíðina? Og er það sjálfshól!? Ég álít að ef menn velja að bera sig upp við alþjóð vegna launa sinna sé ekki nema sjálfsagt að öll laun og álög séu á borðinu svo að fólk geti myndað sér skoðun á því sem verið er að tala um. Ég gæti líka fundið einhverja tíma vikunnar þar sem kaup mitt er lægra en hjá hinum og þessum. Ég er ekkert að öfundast eða snupra menn fyrir það að vera læknar ég er bara að draga í efa að þeir hafi það jafn skítt og þeir vilja vera láta.

Það getur þó vel verið að læknar séu óskaplega aðþrengdir en þeir fara þá að minnsta kosti mjög vel með það

Og nei, ég er ekki með neina háskólagráðu en hef eins og áður er sagt 7 ára nám eftir skyldunám.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.7.2010 kl. 10:21

28 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Athyglisverð umræða hér.

Sigurður Sigurðsson, 9.7.2010 kl. 13:20

29 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Víst er hún það Ég býð spenntur eftir að Sigurjón kontri.

Jón Bragi Sigurðsson, 10.7.2010 kl. 11:01

30 Smámynd: Sigurjón

Ég hef ekkert meira að segja.  Mér finnst málflutningur J.B. í garð lækna jafn ömurlegur og fyrr.

Sigurjón, 10.7.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband