Er bara ekki í lagi að skuldarar fái einhverja leiðréttingu

Nóg erum við skattgreiðendur búnir að hlaða undir innistæðueigendur.
mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það verða ekki allir skuldarar sem fá þetta heldur bara þeir sem tóku gengistryggð lán hinir fá sennilega að éta það sem úti frýs.

Einar Þór Strand, 8.7.2010 kl. 09:22

2 identicon

Já og rúmlega það.  Aðrir skuldarar fá að borga lánin sín og líka lán annarra á meðan þeir sem tóku erlend lán fá húsin sín nánast gefins.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 09:39

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég hef ekki neina sérstaka trú á því að þeir tóku gengistryggð lán fái neitt gefins. Ríkisstjórnin er að tukta Hæstarétt til og þeir munu eflaust dæma lánveitendum í hag í næsta dómi.

Sigurður Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 10:44

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nú er ríkisstjórnin og fjármálafyrirtækin á fullu að hræða almenning til hlýðni með því að hóta með auknum skattheimtum og dýrari fjármálaþjónustu ef skuldarar beygi sig ekki undir þá lagleysu sem Hæstiréttur er búinn að úrskurða um.

Þeim tekst það líka afbragðs vel að etja saman almenningi og fá þá til að skipta sér upp í hópa; gengislánahópa, verðtryggða hópa og þá sem engin lán hafa tekið. Síðari hóparnir tveir eru nú þegar með á nótunum og hafa hátt um þá ósvinnu ef gengislánahóparnir kæmust nú undan því að sjá lán sín tvö- til þrefaldast. Ég geri ráð fyrir að sömu hópar hafi verið fullir samúðar og talað fyrir því að þeir fengju að færa lán sín yfir í heiðarlega íslenska verðtryggingu þegar gengið féll með 50% á einni nóttu.

Stærstu bankarnir eru allir búnir að gefa það út að þeir þoli vel þann skell að lánin verði aðeins með samningsvöxtunum og að þeir þurfi ekkert viðbótarframlag frá ríkinu í því sambandi. Og ef fjármögnunarfyrirtækin þola það ekki þá sé ég ekki að það væri neinn stórskaði þó að þau færu þá bara hreinlega á hausinn. Það risu þá kannske upp önnur með svo snjöllum lögfræðingum að þeir gætu lesið og skilið íslensk lög.

Jón Bragi Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 16:34

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Núna er umboðsmaður alþingis að tukta Seðlabankan og fjármálaeftirlitið aðeins til. Spyr eðlilega í hvaða lagheimildir þeir visi.

Eitthvað fátt um svör hjá þeim. Enn eitt klúrðið hjá þessum stofnunum. 

Værum við bara ekki betur komin án þeirra.

Sigurður Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 23:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem fæst leiðrétt af gengistryggðum lánum fer ekki allt beint í vasa skuldaranna. Þeir munu þurfa að nota a.m.k. hluta þess til að endurgreiða ofgreiddar vaxtabætur. Þannig "endurheimtir" ríkissjóður talsverða fjármuni sem lækka fjárlagahallann og minnka þörfina fyrir frekari skattahækkanir, allir hagnast á því þó það sé mismikið. Svo minnkar líka tjónið á kerfið, þegar lán sem annars hefði þurft að afskrifa verða aftur innheimtanleg. Það er hvorki ósanngjarnt né hættulegt, heldur nauðsynlegt!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband