Falleg hugsun og vel meint

Kannski þarf fólk smá andrými og þegar mesti fjölmiðlahasarinn hefur gengið yfir þá mæta fleiri. En hugmyndin með fjársöfnun er frábær.

Það mættu fleiri koma að þessu enda er algerlega til skammar að hér sé til fólk sem á ekki fyrir mat. 

Fáránlegt til þess að hugsa að í góðærinu þá voru samt raðir hjá hjálparstofnunum. Hvar brugðumst við eiginlega. Var neyslubrjálæði búið að ná á þvílíkum tökum. 

Sennilega vorum við svo upptekin við að fylgjast með frábærum árangri okkar manna í bankageiranum að við gleymdum að huga að meðborgurum okkar sem minna máttu sín. 

Og sú ríkistjórn sem sat hér hvað lengst við völd hafði ekki nokkurn minnsta áhuga á því að huga að velferðarmálum. Núverandi ríkisstórn tók ekki við neitt sérstaklega góðu búi en var nú ekki hægt að velja einhvern skárri í málaflokkinn en sólbrúna hægri kratann sem ræður þar ríkjum. 

 


mbl.is Gefa Fjölskylduhjálp framlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband