Væri ekki rétt að sjá hvað samningar fela í sér

Enn einu sinni á að fara að mála skrattan á vegginn. Er ekki rétt að athuga hverju aðildarviðræður skila áður en við höfnum samstarfi.

Ég skil ekki þessa hræðslu við að kanna hvað er í kortunum. 

Það væri vel til þess vinnandi að skoða möguleikan á aðild sérstaklega ef við losnum við krónufjandann.

Þó að gengið hafi verið þokkalega stöðugt upp á síðkastið er það eitthvað sem ekki er hægt að treysta á enda er því spáð að öll styrkingin á þessu ári gangi til baka í haust. 

Það er nánast útilokað að reka fyrirtæki í innflutningi á þessu skeri meðan gjaldmiðillin er jafn óstöðugur og raun ber vitni. 


mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það eru ENGIR samningar í boði. Heldur AÐLÖGUNARFERLI AÐ ESB!  Hvenær í fjandanum ætlið þið
ESB-sinnar að skilja það?   Samningar um hvað?  Og enginn gjaldmiðill er í jafnmikilli óvissu og
evran.  Allt bendir til að krónan verði viðstödd útfarar hennar innan skamms!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 20:06

2 identicon

Gudmundur, thratt fyrir ad thu segir ad thetta se adlogunarferli thydir ekki ad thad se satt. Thetta er samningaferli og thad einfaldlega ohagganleg stadreynd.

Kronan er i miklu meiri ovissu en evran nokkurn timann.

Egill (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 20:14

3 identicon

Athyglisvert að Mogginn er kominn í eina sæng með samtökum sem boða sósíalíska byltingu í anda Leníns, úrsögn úr Nató og þjóðnýtingu atvinnuveganna! Öðru vísi en mér áður brá.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 20:18

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er sammála Agli og Guðmundur ég er ekki ESB sinni þó að ég ætli mér að kíkja út fyrir víggirðingu LÍÚ og skoða hvað er hinu megin.

Ég ætla að mér að taka upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum en ekki sleggjudómum og sögusögnum. 

Krónan er handónýtur gjaldmiðill fyrir almenning en góð sem hagstjórnartæki til að lækka laun á íslandi án blóðsúthellinga. En það er nákvæmlega það sem hefur verið gert. 

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 20:18

5 identicon

Að svo stöddu myndi ég nú ekki fara að boða komu íslensku krónunnar í útför nokkurs annars gjaldmiðils nema sinnar eigin, enda er hún meðvitundarlaus þessa stundina. Liggur á gjörgæsludeild Seðlabankans og er haldið þar á lífi í öndunarvél. Óvíst hvað gerist verði hún tekin úr sambandi, læknarnir óttast hið versta.

Ég hlakka allavega til að sjá svart á hvítu hverjir skilmálarnir verða fyrir inngöngu í ESB. Sorglegt að hugsa til þess að það eru öfl í þessu landi sem berjast á móti því að almenningur fái að taka upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jón (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er þér hjartanlega sammála Jón. Ég er fullur tilhlökkunar að sjá hvað er spilunum og geta tekið upplýsta ákvörðun um aðild.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 20:42

7 Smámynd: A.L.F

Hvernig er hægt að hlakka til eftir að búið er að ýja að því að EES samningnum verði sagt upp við okkur verði umsóknin tekin til baka?

Sé ekki betur en það sé verið að kúga okkur inn, fyrir utan það þá hefur alltaf verið sagt af ESB að ísland fái enga sérsamninga með sjávarútveginn. 

A.L.F, 13.7.2010 kl. 20:48

8 Smámynd: Benedikta E

Guðmundur - ESB sinnarnir vita alveg að Samfylkingin tróð aðlögunarferli í gegn um Alþingi með kúgun - valdníðslu og blekkingum - og gleðjast yfir því.

"sjá hvað er í samningnum" -  blekkingar slagorð - ESB sinna.

Allir á Austurvöll á föstudaginn kl. 17

Aðildarumsókn að ESB verði dregin til baka nú þegar.

Sameinuð stöndum vér !

Íslandi allt ! 

Benedikta E, 13.7.2010 kl. 20:54

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Æ Alf ég held að þetta sé meira og minna bull og þvæla í Bergmann með EES til að þyrla upp moldviðri. Þessi taktík hefur verið notuð áður í sambandi við Icesave.Já mig hlakkar til að fá að eiga þátt í ákvörðunartökunni. Og ég yrði verulega spældur ef misvitrir pólitíkusar teldu sig þess umborna að neita mér um það.

Benedikta E, ef við ætlum okkur að loka landinu og ræða ekki við nokkra sálu þá á ykkar aðferð við. En þeir sem sjá örlítið lengra vilja skoða með opnum huga hvað er í boði. Hvaða plúsar og mínusar eru við að ganga í ESB annað væri rugl. Ég hef ekki neinn áhuga á bjölluati í Brussel og tel best að halda áfram með ferlið. Ég er ekki að segja að ég muni samþykkja aðild til þess hef ég ekki forsendur en ég hef heldur ekki forsendur til að hafna henni heldur. 

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 21:16

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er engin samningur í boði þó að ESB sinnar segi annað.ESB er með tvo sáttmála rómarsáttmálann og lissabonsáttmálann og þeim breytum við ekki,þar eru skírar reglur um samnýtingu á auðlindum svosem fiski og vatni ásamt mörgu öðru sem kemur okkur mjög illa.Þær undanþágur sem ESB-sinnar vitna alltaf í eru þær sem Malta fékk um friðhelgi innan 4 mílum enda veiða þeir eitthvað um 1200 tonn á ári en við erum að veiða um 2 miljónir tonna á ári inna okkar 200 mílum og hin undanþágan var svipað og snérist það um vélarstærð.Össur sagði að hefðum við verið komin í ESB og með evru þá hefði ekki orðið hrun !!! ekki veit ég í hvaða heimi Össur lifir.Hvað er að ske í Portugal og Spáni þar eykst atvinnuleysi stöðugt og ferðamannaiðnaðurinn ar að langmestuleyti hrunin vegna þess að þeir eru með evru en ekki sinn gamla gjaldmiðil,hvernig halda ESB-sinnar að væri hér á landi núna ef við værum með sama pakka og þessi lönd,hér væri mikið atvinnuleysi og lítið um ferðamenn en þetta vilja ESB-sinnar ekki sjá.Hvaða samning var Norðmönnum boðinn ? hann var enginn bara aðlögun og ekkert annað enda eiga þeir einsog við miklar auðlindir til sjávar og sveita.Spáni vantar fiskimið til að veiða í og einnig Bretum þar sem þeir eru búnir að þurrka upp allan fisk á sínum miðum.Við fengju kannski að halda 4 mílum sem undanþágu frá ESB og alveg er ég viss um að þessi ríkisstjórn mundi falla fyrir svona flottu tilboði.Og svo erum við í engum viðræðum við ESB við erum á hraðri leið þarna inn í boði samfylkingarinnar og þjóðin fær ekki að stoppa þann stóra draum þeirra.

Mætum öll á Austurvöll á föstudaginn og sýnum okkar ástkæra Íslandi þá virðinu að vilja halda sjálfstæði.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 13.7.2010 kl. 21:20

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Til að það sé algerlega skýrt þá er ég ekki eldheitur ESB sinni heldur vil ég skoða málið út frá staðreyndum.

Marteinn ég skil þína hlið á málinu en ég er bara ekki sammála þér. 

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 21:44

12 Smámynd: Benedikta E

NEI við ESB fundurinn á föstudag kl. 17 - er á Lækjartorgi - ekki Austurvelli - eins og misritaðist hér að framan - leiðréttist hér með.

Benedikta E, 13.7.2010 kl. 21:49

13 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já æðislegt og á að krefjast þess að umsóknin verði dregin tilbaka. Hvað vinnst með því ef ég mætti spyrja. 

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 22:18

14 Smámynd: A.L.F

Marteinn það eru reyndar 12 mílur og Malta fékk "undanþágu" upp í 24 mílurnar. Ég segi undan þágu því það voru aðeins sett lög um stærð báta sem mega veiða innan 24 mílna við möltu. Það svarar því ekki lengur kostnaði fyrir önnur lönd að sigla þangað og veiða, þetta var öll "undanþágan" því miður :(

Virkilega sorglegt að til sé fólk sem trúir því að ísland fái sérsamning þegar kemur að fiskimiðunum eða öðrum auðlindum. Það eina sem við kunnum að fá undanþágu með eru vextir á landinu og álögur (vörugjöld) svo ríkissjóður geti borið sig. Því legg ég engan trúnað í það að almenningur hagnist á því að ganga í esb. T.d. gæti stjórnin samið um það að aðlögunar tíminn með verðtrygginguna væri fjölda ára og fengið undanþágunni síðan framlengd sökum "óhagstæðrar stöðu lífeyrissjóðana".

A.L.F, 13.7.2010 kl. 22:31

15 identicon

Það sem mun vinnast er en meiri klofningur þjóðar og en minna mun trúlega komast í verk hérna á landi vegna kjánalegra rifrilda milli andstæðinga og ESB sinna, þar sem hvorug hlið getur sagt neitt af viti nema einhverja djöfullsins hræsluáróður, þar sem rökin með eða á móti hljóma alltaf jafn kjánalega.

Klárum þetta mál, hættum að væla, að öllum líkindum mun þjóðin hvort er eð hafna ESB þá getum við öll farið að gráta saman yfir einhverjui öðru. Óþolandi að lesa svona komment þar sem einstaklingar virðast hreinlega ætla sér að ráða hvernig þjóðin hugsar og gerir.

Fáum staðreyndir á hreint og tökum svo ákvarðanir.

Tryggvi (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 22:40

16 identicon

ALF

Fólk heldur að þeir fái sérsaminga og aðrir halda að við fáum þá ekki. Lykilorðin í þessari setningu eru "heldur" og "halda".

Svo er segja allar kannanir það að ef við fáum ekki  sérsamninga um fiskinn okkar þá mun meirihlutinn neita aðild.

Búmm málið dautt, þjóðin tók ákvöðrun byggða á rökum. Eða þér ALF finnst kannski frekar að við ættum bara að treysta þinni skoðun og sleppa þessu alveg?

Tryggvi (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 22:45

17 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nákvæmlega Tryggvi. Viðræður-niðurstaða-þjóðin ákveður. Öll þjóðin ekki bara nokkrir einangrunarsinnar.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 23:00

18 identicon

Alveg merkilegt hvað ESB andstæðingar líta stórt á sig, ekki satt? Þeir geta alltaf komið með einhver rök fyrir því að um enga samninga sé að ræða löngu áður en nokkuð hefur verið gert í málunum. Þeir taka gömul dæmi og þykjast af þeim geta lesið framtíðina.

Að vilja ekki sjá hvað kemur út úr samningsviðræðum er ekkert annað en algjör þröngsýni, algjörlega óréttlætanleg með öllu, svipað eins og að vilja ekki kíkja á lottómiðann sinn vegna þess að maður gæti hafa tapað.

Að leika Guð og sjá fram í framtíðina er mikið hobbý ESB andstæðinga. Því miður gera þeir sér ekki grein fyrir því að það verður aldrei neitt annað en nákvæmlega það sama og konur með skrýtna hatta sem kalla sig völvur gera í tívólíum: heilaþvottur og falskur spádómur í gerfi galdra eða yfirnáttúrulegrar forhyggju.

En svo er annað sem hægt er að skamma okkur hin fyrir. Því eyða orðum í að reyna að breyta hugsunarhætti þröngsýnna? Gallann við það er einfaldlega hægt að finna í skilgreiningunni á þröngsýni: "lokað hugmyndakerfi = ómótanlegt með öllu".

Helgi S. Karlsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:26

19 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Hef dinglast á milli já og nei af og til í mörg ár um hvort við værum betur komin innan ESB. Í dag er ég á móti aðild vegna auðlinda okkar sem snertir ekki bara mig og þig heldur kynslóðir langt fram í tímann.

Það hefur verið upplýst að Ísland hafi nú þegar innleitt 3/4 af löggjöf ESB í gegnum EES. Við höfum því í raun kosið um þetta mál.  Við höfum haft tíma og getu til þess að kynna okkur staðreyndir mála í á annan áratug.

Aðildarviðræður snúast ekki um inngöngu í rauninni heldur hvort við samþykkjum rök og niðurstöður samninganefndar Íslands. Þar verður tekist á um auðlindir, ekki endilega undanþágur, sjálfræði og sjálfstæði ásamt mörgum fleiri grundvallaratriðum þjóðarinnar.

Öll þessi grundvallaratriði þekkjum við. En hvaða markmiðum á að ná í aðildaviðræðum? Ég hefði gjarnan viljað sjá hver þau markmið eru hjá ríkisstjórninni í stað þess að þyrlað sé upp ryki um hvort við eigum eða eigum ekki að ganga í ESB.

Krónan er alls ekki handónýtur gjaldmiðill að mínu mati. Sigurður og fleiri nefna að ekki sé hægt að reiða sig á krónuna. Er hægt að reiða sig á evruna, dollarann eða júanið?

Það er enginn gjaldmiðill svo stöðugur að hann haldi ávallt verðgildi sínu. Það sást best í hruninu sem varð í heiminum 2008. Hrunið varð ekki bara á Íslandi. Í Bandaríkjunum hafa aldrei verið fleiri atvinnulausir en einmitt núna. Það segir nokkuð um stöðu dollarans. Sama má segja um flestar þjóðir Evrópu sem segir nokkuð um stöðu evrunnar. Hugmyndin um að krónan skapi meiri vandamál en annar gjaldmiðill t.d. evran eða dollarinn er röng. Í Bandaríkjunum eftir fall  Lehmans gat nánast ekkert fyrirtæki treyst á dollarann. Hann fór lækkandi að verðgildi og það er í eðli sínu gengisfelling. Þannig gerist þetta líka með krónuna.

Svo ef ég á að velja um að mæta eða ekki þá er ég nánast kominn á Lækjartorg.

Hafþór Baldvinsson, 13.7.2010 kl. 23:36

20 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Eru þessir samningar á jafnréttisgrundvelli, eða er verið að semja um örfáar tímabundnar undanþágur frá regluverki og yfirþjóðlegu valdi Evrópusambandsins? Væru möguleikar landsins í alþjóðasamskiptum ekki ívið meiri utan aðildar, en sem aðildarríki?

Þetta eru ekki geimvísindi og það geta allir vitað hvað er í boði, þ.e aðild að ESB. Þeir sem vilja vita hvað það þýðir geta t.d. blaðað í Lissabonsáttmálann,-

Best væri ef þjóðin fengi að eiga fyrsta og seinasta orðið. Réttast er að krefjast þess að umsóknin verði dregin til baka og ekki haldið áfram frekari aðlögun nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar að lútandi.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 13.7.2010 kl. 23:39

21 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þjóðin kemur til með að eiga síðasta orðið í málinu. Ég held svei mér þá að við höfum gott af því að fara í gegnum þessa umræðu. Okkur er líka hollt að endurskoða starfshætti framkvæmdavaldsins, löggjafans og dómsvalds.

Fjármálakerfið er í rugli en það er reyndar allstaðar í rugli. 

Hef ekki hugmynd um hvort að það sé eitthvað betra í ESB en ég vil komast að því. 

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 23:59

22 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hafþór krónan sýnir stöðuna í efnahagslífinu. Meðan hægt er að komast upp með það að falsa stöðun eins og gert hefur verið áratugum saman þá er krónan handónýtur gjaldmiðill. Hún veitir ekki það aðhald sem pólitíkusar þurfa greinilega því þeim hefur ekki tekist neitt sérstaklega upp við efnahagsstjórn. Sennilega vegna þess að þeir gátu alltaf reitt sig á að það væri hægt að gengisfella krónuna.

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 00:05

23 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég er sammála þér Sigurður, umræðan er frábær og auðvitað kemur ekki annað til greina að samfélagið fái hér mestu ráðið.

En er meirihluti þjóðarinnar að baki aðlögunarferlinu? Má þjóðin eiga fyrsta orðið? Ég er tilbúin að kjósa strax á morgun.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 14.7.2010 kl. 00:05

24 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Sigurður, það er rétt að krónan sýnir stöðu efnahagslífisins og það gerir hún. Það er ekki við krónuna að sakast að hér hafi ríkt og ríki spilling stjórnmálastéttar og viðskiptalífs. Krónan gerir ekkert í sjálfu sér í sambandi við efnahagsstjórn. Það eru stjórmálamenn og ekki síður viðskiptablokkir. Áratugum saman hefur verið agaleysi í efnahagsstjórn sem má rekja til átaka milli útflytjenda og innflytjenda og svo dingla flokkarnir á ásnum þar á milli. Þannig að ég get engan veginn fallist á það að krónan sé handónýt. Ef eitthvað er ónýtt þá eru það stjórnmálaöflin og viðskiptalífið og það höfum við heldur betur fengið staðfest með skýrslu Rannsóknanefndar Alþingis.

Krónan veitir ekki aðhald. Það gera þeir sem stjórna. Þar stendur upp á okkur kjósendur að veita virkilegt aðhald.

Hafþór Baldvinsson, 14.7.2010 kl. 00:23

25 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Meirihluti þjóðarinnar hefur gefið grænt ljós á aðildarviðræður. Það gerðist í síðustu kosningum þar sem þeir flokkar sem höfðu aðild á ESB var veitt brautargengi.

Síðan hefur dregið úr áhuga landsmanna á aðild og er icesave klúðrinu þar mest um að kenna. 

Síðan er ljóst að hart verður deilt um auðlindir og sjálfstæði. Það verður áhugaverð umræða

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 00:30

26 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hafþór er ekki að verða fullreynt með krónuna. Þessi örmynnt er hreinlega hættuleg og alltof viðkvæm fyrir utan að komandi áhrifum. Meira að segja innlendir aðilar á markaði fengu að leika sér með hana okkur almennum borgurum til tjóns. Exista tók risa stöðu gegn krónunni og hagnaðist um 90 milljarða. 

Mér er eiginlega nákvæmlega sama hvaða aðra mynt við notum. 

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 00:39

27 Smámynd: A.L.F

LOL Tryggvi, fólk fer bara eftir sínu eigin hyggjuviti í þessum málum. Þetta er mín skoðun, sem ég hef fullan rétt á að hafa og deila með ykkur. Ég hef enga þörf fyrir að breyta skoðunum annara þó ég segi mína.

Það er samt allt í lagi að benda fólki á hvaða "undanþágur" önnur lönd fengu þegar þau gegnu í ESB. 

Ég vil aðeins það besta fyrir þessa þjóð og mun kjósa eftir því þegar kemur að því að kjósa um inngöngu í ESB. Enn eins og staðan er, það sem gefuð hefur verið út hjá forsvarsmönnum ESB og það sem hægt er að lesa sér til um þegar önnur lönd gegnu í ESB er ótrúlega hæpið að við fáum samning sem fólk mun sætta sig við. En auðvita getur allt gerst.

A.L.F, 14.7.2010 kl. 02:49

28 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Siggi ég er ekki sammála þér í nr 25,í síðustu kosningum sem þjóðin kaus!!! þá fékk samfylkingin ekki mikla kosningu hún var með svipað fylgi og í síðustu kosningum en VG voru sigurvegarar kosninganna og bættu við sig mesta fylginu enda var kosningaloforð VG nei við ESB og burt með AGS svo það er ekki rétt að þjóðin hafi kosið um aðild að ESB það sýnir fylgisaukning VG,sem sviku svo sína kjósendur fyrir mjúka stóla...................

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.7.2010 kl. 07:16

29 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það breytir ekki þeirri staðreynd að nú stöndum við í aðildarviðræðum. Það er auðvitað ljóst að Ísland verður að aðlaga sig að regluverki ESB en ekki öfugt. Síðan verðum við að meta það hvort það er okkur almenningi til hagsbóta eða ekki.

Þetta snýst ekki um nokkra kvótaeigendur og hvað hentar þeim best. 

Vextir hér munu ekki taka neitt stökk niður á við og verðtrygging mun halda sér meðan við erum með krónu sem gjaldmiðil. Við verðum að vega og meta kosti og galla. 

Með því að draga okkur út úr aðildaviðræðum þá fáum við ekki þessa kosti upp á borðið. 

Þetta er auðvitað bara mín skoðun og hún er ekkert réttari en hver önnur. 

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 08:20

30 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þú getur ekki haft mikið á móti því að lýðræðislegt umboð fyrir umsókn (aðlögun) yrði fengin hér og nú? Þá þarf að draga umsóknina til baka án tafar og ganga til kosninga varðandi framhaldið.

Lélegur málflutningur að ætla alla þá sem andvígir eru aðild að Evrópusambandinu sérlega talsmenn LÍÚ. Það er beinlínis jafn herfilegt og ætla sama hóp allan einangrunarsinna og miðaldra karlmenn með bumbu. Maður hefur heyrt margt og séð afar mikið af lélegum bröndurum Evrópusambandssinna á prenti. Þetta er löngu komið gott; og í reynd orðið langþreytt.

Ég kaus fyrst og fremst eftir hugsjónum og hugmyndafræði í sl. kosningum, en ekki vegna Evrópumála. Heldur þú að Evrópumálin hafi verið Íslendingum ofarlega í huga í kosningunum? eða var fólk ef til vill að vona að fá þessa marglofuðu skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki í landinu? 

Getur verið að þú hafir kosið þér aðildarumsókn að Evrópusambandinu í sl. kosningum eða var það aftarlega í huga þér þegar inn í kjörklefann var komið?

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 14.7.2010 kl. 12:43

31 identicon

Hingað til hefur ekkert ríki sem gengið hefur í ESB fengið undanþágu frá stofnsáttmálum ESB. Hins vegar hafa verið gerðar sérreglur um minniháttar hagsmuni. Sem dæmi um það má nefna Möltu. Malta veiðri á hafsvæði frá 12 ril 25 mílum eitthvað um 800 til 1200 tonn á ári, í samanburði við nærri 2 milljónir tonna sem Ísland veiðir. Malta fékk þá reglu samþykkta að einungis minni bátar af ákveðinni gerð með ákveðnu vélarafli meiga veiða á þessu svæði þeirra þ.e. frá 12 til 25 mílum. Þetta gildir um alla sem þar veiða jafnt Frakka sem Spánverja.

Þar sem hagsmunir slíkra veiða eru litlir hafa erlendar útgerðir ekki sé hag sinn í því að fjárfesta í minni bátum fyrir þetta lítinn afla.

Til gamans má geta að strandveiðar hér í sumar eru áætlaðar 6000 tonn.

Aðild er aðlögunarferli ekki samningaviðræður og má sjá það á aðild nærri 10 ríkja í sambandið undanfarin 15 ár. Það var áður fyrr samningaferli en eftir að Noregur hafnaði ESB í annað sinn var gerð breyting á inngönguferlinu. Nú er þetta aðlögunarferli sem á að tryggja hagsmuni ESB í stað þess að semja fyrst og síðan fara í aðlögun. Þetta var einfaldlega gert til að gera ríkjum erfiðara með að segja NEI.

Landið (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:49

32 identicon

Gefum okkur að nú bjóði fram Frjálshyggjuflokkur og fær hann 25 prósent kosningu og í krafti aðstæðna neyðir hann VG til að samþykkja sölu á heilbrigðiskerfinu til Kanadamanna með skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Er það þá vilji meirihluta þjóðarinnar að selja heilbrigðiskerfið?

Nú veit ég að kjósendur VG vildu ekki að Ísland færi í aðlögunarferli fyrir ESB, ekki kjósendur Sjálfstæðisflokksins og ekki flestir kjósendur Framsóknarflokksins. Þá vill fjórðungur kjósenda Samfylkingarinnar ekki ganga inn. Hver er þessi þjóðarvilji?

Landið (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:54

33 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Það að skoða hvað er í boði krefst ekki aðildarviðræðna.

Það er hægt, til dæmis, að lesa sér til um sögu ESB, ákvarðanatöku hingað til, og því líkt.

Það er hægt að gera samanburð á aðstæðum hér á landi og innan ESB landa.

Það er einnig hægt að skoða hvernig krónan virkaði á/í hruninu og bera það saman við Evruna.

Byggt á þeim staðreyndum sem ég hef skoðað út frá þessu hef ég gert þá ákvörðun að ef að ESB gleypir okkur þá er ég einfaldlega farinn úr landi.

Ég læt ekki bjóða mér þetta.

Hans Miniar Jónsson., 14.7.2010 kl. 14:41

34 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvert á þá að flytja. Kannski í eitthvert ESB land.

Það er greinilegur hiti í þessari umræðu en hvar eru rökin fyrir því að ESB sé vondur kostur. Og ennfremur hvar eru rökin fyrir því að ESB sé góður kostur. 

Eflaust er hægt að lesa sér til um aðildarferli og komast að niðurstöðu. Einnig er ljóst að auðlindir skipta höfuðmáli. Við erum í þeirri stöðu að okkar helsta auðlind fiskurinn í sjónum fellur undir sameiginlega nýtingarstefnu ESB. Hér þarf klárlega að koma til undanþága. Ef hún næst ekki þá höfum við ekkert að gera þarna inn. 

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 14:49

35 Smámynd: kallpungur

Ég get ekki stillt mig um að minnast á eitt atriði, eða tvö, um ESB.  Eða þrjú þessvegna.

Í þónokkurn tíma fengust lögiltir endurskoðendur ekki til að samþykkja reikninga evrópusambandsins.
Hinsvegar fengu bankaþrjótarnir hér á landi reikninga sína endurskoðaða. að því er virðist  án teljandi vandræða fram að hruni. Spilling einhver? Kanski eru endurskoðendur hér spilltari hér en annarstaðar, hver veit.

Lýðræði.Mönnum er tíðrætt um lýðræði nú en nokkrusinni fyrr.
Stjórn evrópusambansins, Frakvæmdastjórnin svokallaða, er skipuð ekki kosin.
Hún hefur ekki Eitt atkvæði eins evrópubúa á bakvið sig eftir því sem ég best veit.
Jafnframt hefur hún og stofnanir hennar ( Uppblásið skriffinskubákn sem kostar milljarða á milljarða ofan.)
einkarétt á löggjöf innan sambandsins.
Evrópuþingið hefur eingan löggjafarrétt og virkar oftast eins og stimpilmaskína fyrir
reglugerðaflóðið sem gubbast upp úr framkvæmdastjórninni.
Það lítur ekki út fyrir að vera neitt sérlega lýðræðislegt fyrirkomulag, svona í fljótu bragði.

Lissabon Sáttmálinn Sem kom í stað Stjórnarskrárinnar margfrægu hefur nú öðlast gildi.
Sáttmáli þessi er víst næstum því hrein kópía af Stjórnarskránni sem Þrjú lönd í Sambandinu  höfnuðu í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Aðeins eitt ríki fékk að kjósa, hin ríkin skutluðu honum í gegn um þjóðþingin án þess að hafa fyrir
því að spyrja skrílinn. Reyndar fékk þetta ríki að kjósa tvisar, svona til að fá viðunandi niðurstöðu.
Samningurinn felur í sér staðfestingu á yfirþjóðlegu valdi ESB se de facto sambandsríki af því er virðist.
Ekki lýðræðislegt að mínu mati. Ég læt ykkur um að meta þetta sjálf.
Þeir slepptu kaflanum um fána og þjósöng reyndar,
en þar er jú í lagi vegna þess að framkvæmdastjórnin hefur víst rétt til að bæta við og breyta samningnum
að eigin geðþótta. Það getur verið að skilningur minn á þessu sé rangur, hver veit.

http://www.youtube.com/watch?v=ihjg8OCjpZk
http://www.youtube.com/watch?v=994ygMZ6SlA
http://www.youtube.com/watch?v=uqJEWaGFk9Q&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=WyBuiyN_KHQ
Oslo Freedom Forum - Vladimir Bukovsky
http://www.youtube.com/watch?v=0wWit0uaoss&feature=channel
http://www.youtube.com/watch?v=OQ4MMU0li_I&feature=channel
http://www.youtube.com/watch?v=rB3e6r1hOYQ&feature=channel
The EU  - The European Flag and Anthem
http://www.youtube.com/watch?v=-mrocY7YIfw

kallpungur, 14.7.2010 kl. 16:40

36 identicon

Kallpungur, Framkvæmdastjórnin, sem hefur ekkert löggjafarvald!, samanstendur einfaldlega af forsætisráðherrum, könslurum eða forsetum ríka ESB. Ef Ísland væri í ESB, þá væri Jóhanna í framkvæmdastjórninni. Fólk er ekki kosið í hana beint, heldur fer eftir fyrirkomulagi hvers ríkis fyrir sig. Í raun er hún einhverskonar vettvangur fyrir landshöfðingja til þess að sameina krafta sína, og vinna saman.

Hvað varðar Evrópuþingið, þá hefur það löggjafarvald, og þar að auki löggjafarvald yfir Íslandi í gegnum EES. Ég skil ekki hvað þú ert að fara með að það hafi ekki löggjafarrétt?

Lissabon sáttmálinn var samþykktur af einstökum ríkjum, það fór algerlega eftir ríkisstjórnum einstakra ríkja, og fólki sem kaus ríkisstjórnina, hvort þau ákváðu að samþykkja sáttmálann eða láta hann enda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri t.d. hægt að setja íslensk lög sem krefðust þjóðaratkvæðagreiðslu um slík mál.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband