Hvað gerir þetta fólk

Kemur það af sanngirni fram við viðskiptavini Avant eða koma þau til með að haga sér eins og slitastjórnir gera venjulega að algeru tillitsleysi. 

Verða bílar hirtir í stórum stíl og lán gjaldfeld. Eða 

Ómerkilegur gerningur stjórnar Avant að skilja viðskiptavini eftir í tómu tjóni. 

Hvað geta þeir gert sem vildu losa sig við bíla. Frystir þetta allar sölur á bílum með Avantlán. 

 


mbl.is Bráðabirgðastjórn Avant skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég legg til að skuldarar/kröfuhafar Avant myndi með sér samtök og geri kröfurnar upp hjá sér milliliðalaust. Það er eina leiðin til að þeir sem eiga endurkröfurétt vegna oftekinnar gengistryggingar fái hana endurgreidda. Þannig myndu þeir sem enn eiga ógreitt af sínu láni (að teknu tilliti til afnáms gengistryggingar), greiða það beint til hinna sem hafa þegar greitt upp sín lán á ólöglegum kjörum, í stað þess að það renni í botnlausa hít þrotabúsins. Útkoman úr því yrði sú að Jón sem er búinn að borga nú þegar meira en honum ber, tæki sér þá endurgreiðslu með því að yfirtaka skuld Gunnu sem á enn eftir að borga upp sitt lán. Í stað þess að borga til Avant myndi Gunna framvegis greiða til Jóns upp í inneign hans. Þannig myndi Gunna á endanum klára að greiða sitt bílalán (löglega upphæð) og Jón myndi fá endurgreitt það sem hann hefur ofgreitt (umfram löglega upphæð). Þetta er eina leiðin til þess að þeir sem hafa ofgreitt bílalánin fái eitthvað til baka upp í endurkröfur sínar. Sá eini sem tapar á þessari útfærslu er þrotabúið, en það er einmitt gjaldþrota hvort sem er!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fín hugmynd en ég er soldið hræddur um að kröfuhafar yrðu ekkert sérstaklega upprifnir.

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meinarðu aðrir kröfuhafar en þeir sem hafa ofgreitt af ólöglegum lánum? Hverjir eru það annars? Askar (gjaldþrota), Glitnir (gjaldþrota) og Saga Capital (hmmm....)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 17:05

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nei þeir væru örugglega til þetta fyrirkomulag en aðrir minna spenntir.

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 17:46

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Guðmundur við eigum þ.e. skattborgarnir eigum stærstu kröfuna í þrotabúið í gegnum Landsbankan. Landsbankinn er vanur að hanga á öllum kröfum eins og hundur á beini.

Sigurður Sigurðsson, 14.7.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband