Klaufagangur slitastjórnar

Ég hef ekki neina sérstaka trú á því að Jón segi satt en þetta er ótrúlegur klaufagangur í slitastjórninni ef satt reynist.

Hvernig stendur á því að gögn eru ekki sannreynd áður en haldið er að stað.


mbl.is Segist ætla í mál við Steinunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður spyr samt,

Hvaða fyrirtæki geymir 40 Milljarða á reiknings einhvers einstaklings ?

Er ekki eitthvað gruggugt við að vinur JÁJ komi fram og segir að fyrirtæki sitt eigi þarna sjóð ???

Allt í kringum þennan mann er farsi !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hefur það komið fram að þetta hafi verið á reikningum Jóns Ásgeirs.

Ekki misskilja mig þannig að ég sé að verja JÁ heldur er ég að gagnrýna slitastjórnina fyrir að fara fram með eitthvert mál sem ekki var pottþétt.

Þau fá þetta í bakið og diet kók maðurinn gæti sloppið. 

Sigurður Sigurðsson, 15.7.2010 kl. 12:47

3 identicon

Hefur einhversstaðar komið fram að Jón Ásgeir eigi ekki þann pening sem að hann var að sýna í umræddum tölvupósti? Þótt svo að eitthvað fyrirtæki segist eiga ákveðna upphæð inni á bankabók þýðir það ekki að Jón Ásgeir eigi ekki ákveðna (?sambærilega?) upphæð inni á bankabók. Krafa skilanefndarinnar er að fá nauðsynleg gögn til að rannsaka þetta en Jón Ásgeir hefur neitað að láta þau gögn af hendi. Frá mínum bæjardyrum séð bendir allt til að Jón Ásgeir eigi þennan pening.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:59

4 identicon

Er ekki rétt að spyrja að leikslokum?  Veðja frekar á fagmennsku þeirra hjá Kroll og slitanefndar Glitnis en sannsögli og heiðarleika Jóns Ásgeirs.  Athyglisvert að hann reyndi að fela upplýsingarnar sem myndskjal í stað þess að láta þær koma fram í texta eins og vaninn er og annað efni frá honum.  Textaskjal er mun auðveldara að finna með þeim leitaraðferðum sem eru notaðar. En hann hlýtur að ætla að kæra konuna fyrir dómstóla hérlendis, vegna tungumálaörðugleika hans á ensku.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 21:04

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Guðmundur 2. Gunnarsson það er ljóst að ef ekki er 100% klárt að það sé hægt að rekja þessa peninga til JÁJ þá er málið í uppnámi. Ég hef heldur enga sérstaka trú á sannsögli og heiðarleika JÁJ heldur en það skiptir ekki máli hvað okkur finnst heldur hvernig dómstólar taka á málinu.

Ef þetta eru afrit af stöðu reikninga þá er ekki ósennilegt að hér sé um að ræða pdf skjöl. 

Mér finnst málið vera klúður og gefa JÁJ ódýra undakomu leið. 

Sigurður Sigurðsson, 16.7.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband