Jæja þá er komið rétt nafn á skiltið.

Ég óska vestfirðingum til hamingju með þessa samgöngubót. Síðan verður auðvitað að bora göng í gegnum Vaðlaheiði næst. Göng á Austfjörðum eru bráðnauðsynleg í framhaldi af þeim.

Við höfuðborgarbúar sitjum síðan bara sáttir í umferðarteppu og samgleðjumst landsbyggðinni. 


mbl.is Fagna nýjum jarðgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég er hrædd um að höfuðborgarbúar yrðu nú ekki mjög kátir ef þeir kæmust ekki austur í Hveragerði nema 4 mánuði á ári... og það væri þá eftir holóttum, einbreiðum og niðurgröfnum vegi.  Þetta mega Vestfirðingar búa við.

Sigríður Jósefsdóttir, 24.9.2010 kl. 15:50

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sigríður mér væri bara nákvæmlega sama þótt að ég kæmist ekki austur í Hveragerði. Annars er ég ekki á móti vegaframkvæmdum á Vestfjörðum eða annars staðar á landsbyggðinni nema síður sé. En það mætti líka huga að framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Að það sé ekki búið að klára koma hættulegustu gatnamótum á landinu (miklabraut/kringlumýrarbraut) í ásættanlegt horf er auðvitað til skammar.

Sigurður Sigurðsson, 24.9.2010 kl. 16:07

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sigurður, þú hefur greinilega misskilið punktinn minn.  Það sem ég á við, er að mér finnst lágmark að klára grunnvegakerfið áður en farið er í lúxusframkvæmdir eins og Vaðlaheiðargöng og tvíbreiða Hellisheiði.  Vegurinn á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar er lokaður 8 mánuði á ári sökum snjóa.  Hina fjóra stórskemmir hann alla bíla sem um hann fara.  Verði af sameiningu allra sveitarfélaga á Vestfjarðakjálkanum eins og nú er í umræðunni, þá munu Vestur-Barðstrendingar þurfa að aka rúma 1.200 kílómetra fram og til baka til að sækja þjónustu á Ísafjörð, þá mánuði sem heiðarnar eru lokaðar. 

Sigríður Jósefsdóttir, 25.9.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband