Kerfið er kalt og ómannúðlegt

Hvaða rök ætli starfsmenn útlendingastofnunar beri fyrir sig. Þetta mál er fáránlegt, hér er kona sem hefur alla burði til þess að vera nýtur þjóðfélagsþegn og auðga mannlífið.

En síðan má ekki henda úr landi dæmdum glæpamönnum. 

Er ekki eitthvað verulega bogið við þessa stofnun. 


mbl.is Jussanam bíður svars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margar konur sem koma hingað til lands og giftast mönnum fljótt jafnvel áður en þær koma til landsins svo þær geti örugglega fengið dvalarleyfi - Viljum við að þessar konur þori ekki að skilja við mennina þó svo að þeir berji þær eins og harðfisk kúga osfrv.... vegna  ótta við að vera sparkað úr landi ..... Þessi stofnun er alveg með ólíkindum svo ætti þessi blessaða stofnun eða starfsmenn hennar að kynna sér lögin áður en hún tekur ákvarðanir sem að geta haft gífurleg áhrif á hagi fólks ..... Konan er ennþá gift samkv. lögum - Framfærsluskylda fellur ekki niður við skilnað að borði og sæng og ástæða þess að lögskilnaðarleyfi er ekki gefið út fyrr en eftir 6 mánuði er sú að reynt er að ná sáttum. Og svo hvernig á þessi kona að geta gengið frá sínu skilnaðarmáli og varið sinn rétt (t.a.m ef kemur að eignaskiptum) ef að hún er ekki á landinu. Stofnunin gefur henni ekki einu sinni færi á að ljúka þeim málum !!! 

Solla Bolla (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Hamarinn

Það má aldrei brjóta á Glæpamönnunum, en við heiðvirðra borgara leifist að koma fram við eins og svín.

Þetta er ógeðslegt þjóðfélag.

Hamarinn, 13.10.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband