Enn eitt floppið frá Microsoft?

Ég er löngu hættur að nota microsoft vafrann. Enda ekki neinu fyrirtæki holt að hafa of mikla markaðshlutdeild. Sjáið bara Baugs klúrðið.

 


mbl.is Microsoft kynnir nýjan Explorer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Markaðshlutdeildin sem þessi vafri hefur mun fækka vegna þess að vafrinn er ónothæfur. Vefsmiðir og hönnuður t.d. hata þennan vafra vegna þess að hann fylgir ekki breytingar á stöðlum í þessum bransa. Firefox er stöðugt að uppfæra sig. Markaðshlutdeildin sem er eftir er vegna þess að mörg fyrirtæki og skólar bjóða aðeins upp á þennan vafra fyrir sína starfsmenn og svo eldra fólk. Yngri kynslóðin hafa flest skipt um í Firefox.

Eina sem microsoft gæti gert er að gjörbreyta vafranum yfir í svipaða tækni og Firefox er að nota eða svipað. Annars held ég að markaðshlutdeildin muni lækka enn meira.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 16.9.2010 kl. 02:21

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hárrétt hjá þér.

Firefox er margfalt betri vafri. 

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 09:53

3 identicon

Ég myndi segja að yngri kynslóðin hafi fært sig yfir á Chrome og meðal eldri kynslóðin á FireFox. Internet Explorer? Ekki allveg viss hvaða mengi fellur þar inn, en IE9 hefur ýmsa nýjunga sem aðrir vafrar hafa ekki, sem ég er stoltur af. Þeir hafa einnig verið að styðja CSS3 og HTML5 ásamt því að gera vafrann mjög hraðvirkan sem er bara gott mál.

Jón (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Aha hér eru menn komir út fyrir mitt þekkingarsvið.

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 10:10

5 Smámynd: Ellert Júlíusson

Við skulum þá vona að það komi aldrei upp sú staða að aðrir vafrar hverfi, ja eða þá að IE9 verði frábær.....hvernig ætlarðu að vafra þá. Sennilega bara í almenningsgarðinum :P

Nýjungar eru fínar, en að gefa ákveðna hluti upp á bátinn vegna fyrri hátta kallast þröngsýni. Ég til að mynda hef aldrei skilið þessa þvaglosun sem á sér stað þegar menn byrja að mæra Firefox, Chrome og allt hitt dótið. Þetta er allt sama draslið í mismunandi pakkningum, og þessi 0.5 sec sem sumir vafrar eiga að spara mér, ég hef bara aldrei séð það í praxis. MBL varð ekki hraðvirkara þegar ég var á Firefox, nú eða Chrome.

Ég segi bara að það sé spennandi þegar nýjungar koma, og jú MS var hollt að fá spark í rassinn.....mögulega fáum við enn betri vöru fyrir vikið!!!!

Ellert Júlíusson, 16.9.2010 kl. 10:55

6 identicon

ég verð nu bara sáttur ef allir vafrar stiðja html javascript og css staðlana almennilega, hef aldrei skilið af hverju microsoft fann upp htmc (hyper text markup crap)

joi (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 11:25

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er ekki að segja að ég myndi ekki nota IE9 ef hann verður frábær. Annars er líka ágætt að vafra um í almenningsgörðum.

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 13:19

8 identicon

Þessi vafrari er allveg einsog allt annað frá ms, þetta renderar javascript allt öðruvísi en firefox og ie8 sem ekki voru líkir að þessu leiti og nú þarf maður að skrifa skipturnar allar uppá nýtt, kanski ekki allar ef djö... vildi að ms hætti þessum vafraraleik, þeir bara geta ekki haldið sig við eina stefnu.

joi (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 14:49

9 Smámynd: Einar Steinsson

Það er nú full fljótt að segja að hann sé flopp, hann var bara að koma út í fyrstu beta útgáfu og mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en hann kemur í endanlegri mynd. Einhverjir fordómar hérna?

Einar Steinsson, 16.9.2010 kl. 19:29

10 identicon

Fyrir mitt leyti þá átti IE9 að styðja javascipt samkvæmt alþóðlegum stöðlum en jquery sem er mikið notuð javascript er að klikka.

joi (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 21:26

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Vantaði spurningamerki í fyrirsögn.

En ég er nú ekkert sérstaklega trúaður á microsoft eftir að hafa fengið Windows Vista. 

Sigurður Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 21:32

12 identicon

Eina sem IE er gott í er að fara á http://www.getfirefox.com eða http://chrome.com.

Hvað er málið með þennan browser og að vera lengi að opna nýtt tab. IE8 var óhemju lengi að opna nýtt tab. Held að það sé alveg góð sekúnda sem maður þarf að bíða þar til það opnast. En þetta hefur eitthvað lagast með IE9 en Chrome er samt svo miklu miklu fljótara að það er ekki hægt að bera það saman.

Jóhann (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband